Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mán 29. júlí 2024 14:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vangaveltur
Hver eða hverjir spila í hjartanu með Ívari gegn KR?
Darko Bulatovic spilar líklega sinn fyrsta leik með KA síðan 2017 í dag.
Darko Bulatovic spilar líklega sinn fyrsta leik með KA síðan 2017 í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Darko og Ívar eru báðir örvfættir sem gæti verið ákveðinn hausverkur.
Darko og Ívar eru báðir örvfættir sem gæti verið ákveðinn hausverkur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KR og KA mætast í Bestu deildinni klukkan 18:00 í kvöld. Gengi KA hefur verið frábært að undanförnu en að sama skapi hefur gengi KR verið mjög dapurt.

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, glímir við þann höfuðverk að Hans Viktor Guðmundsson, sem hefur spilað alla leikina á tímabilinu, er í banni. Miðvörðurinn fékk sitt fjórða gula spjald í sumar í sigrinum gegn Víkingi um síðustu helgi.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 KA

KA menn hafa stundum gripið í það ráð að spila með spænska miðjumanninn Rodri í miðverði. Rodri hins vegar fór úr axlarlið í leiknum gegn Vestra fyrir tveimur vikum síðan. Það yrði ansi hröð endurkoma eftir svo óþægileg meiðsli ef hann væri mættur á völlinn í kvöld.

Hrannar Björn Steingrímsson hefur spilað sem miðvörður í afleysingum og svo er spurning hvort að Darko Bulatovic, sem fékk leikheimild í síðustu viku, komi inn í hjarta varnarinnar. Þá er Hákon Atli Aðalsteinsson (2004) augljós kostur í vörnina, hann er miðvörður en hefur lítið spilað í sumar. Hinn 34 ára gamli Darko er að upplagi vinstri bakvörður en spilaði einnig sem miðvörður með Sutjeska Niksic í úrvalsdeildinni í Svartfjallandi í vetur.

Hallgrímur hefur bæði teflt fram tveimur og þremur miðvörðum í sumar og verður fróðlegt að sjá hverjir verða í vörninni í leiknum,

KA endurheimtir þá Bjarna Aðalsteinsson, Daníel Hafsteinsson og Rodri úr leikbanni en, eins og fyrr segir, þá hefur Rodri verið að glíma við meiðsli á öxl.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner