Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mazraoui samþykkir fimm ára samning hjá Man Utd
Nouazir Mazraoui.
Nouazir Mazraoui.
Mynd: EPA
Nouazir Mazraoui, hægri bakvörður Bayern München, er búinn að samþykkja fimm ára samning hjá Manchester United.

Samningurinn gildir til ársins 2029 með möguleika á framlengingu um eitt ár, til 2030.

Man Utd þarf þó fyrst að selja Aaron Wan-BIssaka áður en það kaupir Mazraoui.

West Ham er sagt hafa mikinn áhuga á því að fá enska bakvörðinn sem er líklega falur fyrir um það bil 16 milljónir punda, sem er sama verð og félagið ætlaði að greiða fyrir Mazraoui.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, og Mazraoui unnu saman hjá hollenska félaginu Ajax en Marokkómaðurinn fór til Bayern árið 2022, sama sumar og Ten Hag tók við United.

United er einnig á eftir Matthijs de Ligt, liðsfélaga Mazraoui hjá Bayern, en Mazraoui er nær United en De Ligt.
Athugasemdir
banner
banner
banner