Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   þri 29. september 2020 19:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moli um leiktímann: Redda sér allir fríi í vinnu með góðu eða illu
Gaman að gefa ungum leikmönnum séns
Lengjudeildin
Kristján Sigurólason, Moli.
Kristján Sigurólason, Moli.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Nei alls ekki [sáttur við þessi úrslit]. Við ætluðum að vinna en ég held að 1-1 hafi verið sanngjörn niðurstaða þó ég vildi fá þrjú stig," sagði Kristján Sigurólason, aðstoðarþjálfari Þórs, eftir jafntefli gegn Aftureldingu í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Afturelding

„Nei, [ég var ekki ánægður með spilamennskuna]. Þetta var flatt einhvern megin. Vorum ekki nógu góðir." Ungir strákar fengu tækifærið í byrjunarliði Þórs og fleiri komu inn á sem varamenn. Var Moli sáttur með þeirra frammistöðu?

„Já. Við erum aðeins farnir að reyta inn ungum drengjum - skoða þá þar sem við siglum lygnan sjó í deildinni. Það er gaman að gefa þeim séns. Mér fannst þeir allir standa sig vel."

Það gerðust tvö umdeild atvik undir lok leiks. Fyrst voru Þórsarar ósáttir með vítaspyrnu sem Jason Daði Svanþórsson fékk og svo voru gestirnir ekki sáttir þegar Alvaro Montejo féll í teig gestanna. Jason og Alvaro fóru báðir á punktinn og skoruðu.

„Ég þyrfti að sjá atvikin bæði aftur. Markvörðurinn okkar [Aron Birkir Stefánsson] var mjög ósáttur. Sagði að hann [Jason Daði] hefði verið löngu farinn niður sem er þá eitthvað sem aðstoðardómarinn á að sjá. Ég þarf að sjá þetta aftur og líka vítið sem við fáum. Mér fannst eins og Alvaro hafi verið klipptur niður."

Leikurinn fór fram klukkan 15:30. Er ekkert mál fyrir leikmenn að redda sér fríi í skóla eða vinnu?

„Nei. Það redda sér allir fríi í vinnu, með góðu eða illu."

Nánar er rætt við Mola í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner