Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   þri 29. september 2020 19:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moli um leiktímann: Redda sér allir fríi í vinnu með góðu eða illu
Gaman að gefa ungum leikmönnum séns
Lengjudeildin
Kristján Sigurólason, Moli.
Kristján Sigurólason, Moli.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Nei alls ekki [sáttur við þessi úrslit]. Við ætluðum að vinna en ég held að 1-1 hafi verið sanngjörn niðurstaða þó ég vildi fá þrjú stig," sagði Kristján Sigurólason, aðstoðarþjálfari Þórs, eftir jafntefli gegn Aftureldingu í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Afturelding

„Nei, [ég var ekki ánægður með spilamennskuna]. Þetta var flatt einhvern megin. Vorum ekki nógu góðir." Ungir strákar fengu tækifærið í byrjunarliði Þórs og fleiri komu inn á sem varamenn. Var Moli sáttur með þeirra frammistöðu?

„Já. Við erum aðeins farnir að reyta inn ungum drengjum - skoða þá þar sem við siglum lygnan sjó í deildinni. Það er gaman að gefa þeim séns. Mér fannst þeir allir standa sig vel."

Það gerðust tvö umdeild atvik undir lok leiks. Fyrst voru Þórsarar ósáttir með vítaspyrnu sem Jason Daði Svanþórsson fékk og svo voru gestirnir ekki sáttir þegar Alvaro Montejo féll í teig gestanna. Jason og Alvaro fóru báðir á punktinn og skoruðu.

„Ég þyrfti að sjá atvikin bæði aftur. Markvörðurinn okkar [Aron Birkir Stefánsson] var mjög ósáttur. Sagði að hann [Jason Daði] hefði verið löngu farinn niður sem er þá eitthvað sem aðstoðardómarinn á að sjá. Ég þarf að sjá þetta aftur og líka vítið sem við fáum. Mér fannst eins og Alvaro hafi verið klipptur niður."

Leikurinn fór fram klukkan 15:30. Er ekkert mál fyrir leikmenn að redda sér fríi í skóla eða vinnu?

„Nei. Það redda sér allir fríi í vinnu, með góðu eða illu."

Nánar er rætt við Mola í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner