Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 29. september 2020 19:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moli um leiktímann: Redda sér allir fríi í vinnu með góðu eða illu
Gaman að gefa ungum leikmönnum séns
Lengjudeildin
Kristján Sigurólason, Moli.
Kristján Sigurólason, Moli.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Nei alls ekki [sáttur við þessi úrslit]. Við ætluðum að vinna en ég held að 1-1 hafi verið sanngjörn niðurstaða þó ég vildi fá þrjú stig," sagði Kristján Sigurólason, aðstoðarþjálfari Þórs, eftir jafntefli gegn Aftureldingu í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Afturelding

„Nei, [ég var ekki ánægður með spilamennskuna]. Þetta var flatt einhvern megin. Vorum ekki nógu góðir." Ungir strákar fengu tækifærið í byrjunarliði Þórs og fleiri komu inn á sem varamenn. Var Moli sáttur með þeirra frammistöðu?

„Já. Við erum aðeins farnir að reyta inn ungum drengjum - skoða þá þar sem við siglum lygnan sjó í deildinni. Það er gaman að gefa þeim séns. Mér fannst þeir allir standa sig vel."

Það gerðust tvö umdeild atvik undir lok leiks. Fyrst voru Þórsarar ósáttir með vítaspyrnu sem Jason Daði Svanþórsson fékk og svo voru gestirnir ekki sáttir þegar Alvaro Montejo féll í teig gestanna. Jason og Alvaro fóru báðir á punktinn og skoruðu.

„Ég þyrfti að sjá atvikin bæði aftur. Markvörðurinn okkar [Aron Birkir Stefánsson] var mjög ósáttur. Sagði að hann [Jason Daði] hefði verið löngu farinn niður sem er þá eitthvað sem aðstoðardómarinn á að sjá. Ég þarf að sjá þetta aftur og líka vítið sem við fáum. Mér fannst eins og Alvaro hafi verið klipptur niður."

Leikurinn fór fram klukkan 15:30. Er ekkert mál fyrir leikmenn að redda sér fríi í skóla eða vinnu?

„Nei. Það redda sér allir fríi í vinnu, með góðu eða illu."

Nánar er rætt við Mola í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner