Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   þri 29. september 2020 19:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moli um leiktímann: Redda sér allir fríi í vinnu með góðu eða illu
Gaman að gefa ungum leikmönnum séns
Lengjudeildin
Kristján Sigurólason, Moli.
Kristján Sigurólason, Moli.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Nei alls ekki [sáttur við þessi úrslit]. Við ætluðum að vinna en ég held að 1-1 hafi verið sanngjörn niðurstaða þó ég vildi fá þrjú stig," sagði Kristján Sigurólason, aðstoðarþjálfari Þórs, eftir jafntefli gegn Aftureldingu í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Afturelding

„Nei, [ég var ekki ánægður með spilamennskuna]. Þetta var flatt einhvern megin. Vorum ekki nógu góðir." Ungir strákar fengu tækifærið í byrjunarliði Þórs og fleiri komu inn á sem varamenn. Var Moli sáttur með þeirra frammistöðu?

„Já. Við erum aðeins farnir að reyta inn ungum drengjum - skoða þá þar sem við siglum lygnan sjó í deildinni. Það er gaman að gefa þeim séns. Mér fannst þeir allir standa sig vel."

Það gerðust tvö umdeild atvik undir lok leiks. Fyrst voru Þórsarar ósáttir með vítaspyrnu sem Jason Daði Svanþórsson fékk og svo voru gestirnir ekki sáttir þegar Alvaro Montejo féll í teig gestanna. Jason og Alvaro fóru báðir á punktinn og skoruðu.

„Ég þyrfti að sjá atvikin bæði aftur. Markvörðurinn okkar [Aron Birkir Stefánsson] var mjög ósáttur. Sagði að hann [Jason Daði] hefði verið löngu farinn niður sem er þá eitthvað sem aðstoðardómarinn á að sjá. Ég þarf að sjá þetta aftur og líka vítið sem við fáum. Mér fannst eins og Alvaro hafi verið klipptur niður."

Leikurinn fór fram klukkan 15:30. Er ekkert mál fyrir leikmenn að redda sér fríi í skóla eða vinnu?

„Nei. Það redda sér allir fríi í vinnu, með góðu eða illu."

Nánar er rætt við Mola í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir