Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 29. september 2020 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thiago með kórónuveiruna
Thiago Alcantara, miðjumaður Liverpool, hefur verið greindur með kórónuveiruna.

Hann var ekki í leikmannahópi Liverpool sem vann 3-1 sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Liverpool hefur núna staðfest að miðjumaðurinn 29 ára gamli sé með Covid-19. Thiago hefur sýnt örlítil einkenni en heilsa hans er góð. Hann er núna í einangrun.

Thiago, sem var keyptur frá Bayern München á dögunum, hefur verið að glíma við meiðsli og líklegt er að hann snúi aftur á völlinn eftir landsleikjahlé í október.
Athugasemdir
banner