Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 29. september 2023 15:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emil Atla spáir í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Emil Atlason
Emil Atlason
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eitt stykki óvæntur Gomez.
Eitt stykki óvæntur Gomez.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
De Zerbi boltinn klikkar ekki gegn Villa.
De Zerbi boltinn klikkar ekki gegn Villa.
Mynd: EPA
Sjöunda umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer að mestu leyti fram á morgun. Átta leikir fara fram á laugardag, einn leikur er á sunnudag og svo er einn leikur á mánudag.

Stefán Árni Pálsson, þáttarstjórnandi Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, spáði í síðustu umferð og var með fjóra leiki rétta og þar af einn hárréttan.

Emil Atlason spáir í komandi umferð. Emil er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar og var hann í liði umferðarinnar í 25. umferð Bestu deildarinnar. Svona spáir hann leikjum helgarinnar:

Aston Villa 1 - 4 Brighton (laugardagur 11:30)
Tvö skemmtileg lið en De Zerbi bolti er list og klikkar ekki á móti liði eins og Villa. 1-4 Brighton.

Bournemouth 1 - 4 Arsenal (laugardagur 14:00)
Bournemouth eru með Solanke en Arsenal er með Jesus, Saka, Ødegard og Nketiah.

Everton 3 - 0 Luton (laugardagur 14:00)
Everton menn komnir á bragðið og vinna þægilegan 3-0 sigur.

Man Utd 1 - 1 Crystal Palace (laugardagur 14:00)
Þessi leikur… Man Utd má þakka fyrir 1-1 jafntefli.

Newcastle 2 - 2 Burnley (laugardagur 14:00)
Burnley menn koma Newcastle mönnum niður á jörðina aftur og ná í gott stig á útivelli, 2-2.

West Ham 3 - 0 Sheff Utd (laugardagur 14:00)
Það dó eitthvað hjá Sheff Utd í síðasta leik, Þeir eiga ekki séns í West Ham á heimavelli, 3-0.

Wolves 0 - 4 Man City (laugardagur 14:00)
City eru alltof klárir fyrir Wolves, 0-4.

Tottenham 1 - 3 Liverpool (laugardagur 16:30)
Klárlega mesti hausverkaleikurinn. Sex symbolið Dominik Szoboszlai setur 2, Son auto 1 og óvæntur Gomez klárar leikinn fyrir Liverpool, 1-3.

Nottingham Forrest 0 - 0 Brentford (sunnudagur 13:00)
Þetta verður einn leiðinlegur 0-0 leikur.

Fulham 1 - 1 Chelsea (mánudagur 19:00)
Maður er alltaf eitthvað að bíða eftir Chelsea og maður þarf víst að bíða lengur, alveg frábær 1-1 leikur…

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni og hlusta á nýjasta þáttinn af Enska boltanum.
Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 9 7 2 0 20 9 +11 23
2 Liverpool 9 7 1 1 17 5 +12 22
3 Arsenal 9 5 3 1 17 10 +7 18
4 Aston Villa 9 5 3 1 16 11 +5 18
5 Chelsea 9 5 2 2 19 11 +8 17
6 Brighton 9 4 4 1 16 12 +4 16
7 Nott. Forest 9 4 4 1 11 7 +4 16
8 Tottenham 9 4 1 4 18 10 +8 13
9 Brentford 9 4 1 4 18 18 0 13
10 Fulham 9 3 3 3 12 12 0 12
11 Bournemouth 9 3 3 3 11 11 0 12
12 Newcastle 9 3 3 3 9 10 -1 12
13 West Ham 9 3 2 4 13 16 -3 11
14 Man Utd 9 3 2 4 8 11 -3 11
15 Leicester 9 2 3 4 13 17 -4 9
16 Everton 9 2 3 4 10 16 -6 9
17 Crystal Palace 9 1 3 5 6 11 -5 6
18 Ipswich Town 9 0 4 5 9 20 -11 4
19 Wolves 9 0 2 7 12 25 -13 2
20 Southampton 9 0 1 8 6 19 -13 1
Athugasemdir