De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fös 29. september 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Millie Bright tekur við fyrirliðabandinu hjá Chelsea
watermark Millie Bright.
Millie Bright.
Mynd: Getty Images
Enska landsliðskonan Millie Bright er nýr fyrirliði kvennaliðs Chelsea en þetta var opinberað í dag.

Hún tekur við fyrirliðabandinu af Magdalena Eriksson sem fór til Bayern München í sumar.

Bright hefur spilað 245 leiki með Chelsea og hefur unnið 15 titla með félaginu, þar á meðal ensku úrvalsdeildina sex sinnum.

Bright er tilnefnd til Ballon d'Or verðlauna eftir að hafa spilað afskaplega vel með Chelsea og enska landsliðinu upp á síðkastið. Hún er lykilmaður í vörn beggja liða.

„Það er gríðarlegur heiður að vera orðin fyrirliði," segir Bright. „Chelsea er heimili mitt og verður það alltaf."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner