Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   fös 29. september 2023 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sverrir Páll á leið í myndatöku - Mikil bólga í kringum hnéð
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Páll Hjaltested, leikmaður ÍBV, meiddist í lok leiks gegn KA í gær. Hann lenti í samstuði við Steinþór Má Auðunsson markvörð KA og lágu þeir báðir eftir í kjölfarið.

Sverrir gat ekki haldið leik áfram og var borinn af velli. Hann er á leið í myndatöku í dag til að vita hversu alvarleg meiðslin eru.

Lestu um leikinn: KA 2 -  1 ÍBV

„Sverrir Páll og Steinþór Már eru hér í baráttunni við boltann og báðir liggja. Þjálfarar liðanna rífast hressilega á hliðarlínunni en Hermann Hreiðarsson er á því að þetta hafi átt að vera vítaspyrna. Sigurður Hjörtur dómari leiksins er hins vegar að gera sig líklegan til að spjalda Sverri, finnst það kannski full gróft," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í textalýsingu frá leiknum.

„Ég sá þetta ekki nógu vel þannig ég get ekki dæmt um það en við höfum svo sem ekki verið að fá víti yfir höfuð þegar við höfum átt það skilið þannig það er engin breyting þar á," sagði Hermann Hreiðarsson í viðtali við Vísi eftir leik.

„Sverrir fer í myndatöku, þetta var rosalegt högg. Þetta er mjög fúlt og endurspeglar sumarið svolítið því það hafa verið mikið um meiðsli hjá okkur."

Fréttaritari hefur séð mynd af vinstra hné Sverris og er sýnilega mikil bólga í kringum það.

Hann er 23 ára framherji sem hefur skorað þrjú mörk í þremur leikjum í neðra umspilinu. Hann var keyptur frá Val fyrir þetta tímabil. ÍBV er í mikilli fallhættu, tveimur stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 12 5 10 42 - 45 -3 41
2.    Fylkir 27 7 8 12 43 - 55 -12 29
3.    HK 27 6 9 12 41 - 55 -14 27
4.    Fram 27 7 6 14 40 - 56 -16 27
5.    ÍBV 27 6 7 14 31 - 50 -19 25
6.    Keflavík 27 2 10 15 27 - 54 -27 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner