„Þetta er mjög svekkjandi, það dettur ekkert fyrir neinn í fótbolta, við slökktum algjörlega á okkur eftir hornið. Þetta er sanngjörn íþrótt og þú færð það sem þú átt skilið úr leikjunum," sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir 2-1 tap gegn Vestra á Ísafirði í dag.
Lestu um leikinn: Vestri 2 - 1 HK
„Það er ekki heppni eða óheppni, eða að eitthvað detti fyrir mann. Það voru bara of margir sem slökktu á sér og þeir tóku hornið snöggt og jöfnuðu leikinn. Það eru skelfilega mistök að okkar hálfu sem valda því að þeir jafna."
„Fyrri hálfleikurinn var ekki góður, við vorum eftirá í nágvígin og áttum erfitt með að klukka þá. Við hefðum frekar átt að halda áfram en halda í það sem var komið. Við gerðum það ekki nógu vel og getum sjálfum okkur um kennt hvernig þessi leikur fór."
Nánar er rætt við Ómar Inga í spilaranum að ofan.
Athugasemdir