Sigurður Bjartur Hallsson endaði sem markmaður FH undir lok leiks gegn Breiðabliki á laugardag.
Mathias Rosenörn, markmaður liðsins, fékk rauða spjaldið og FH var búið með skiptingarnar sínar. Fótbolti.net ræddi við Sigga um hvers vegna hann fór í markið.
Mathias Rosenörn, markmaður liðsins, fékk rauða spjaldið og FH var búið með skiptingarnar sínar. Fótbolti.net ræddi við Sigga um hvers vegna hann fór í markið.
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 Breiðablik
„Ég tók tvær æfingar í markinu í sumar á æfingu eftir leik og það vantaði markmann. Eftir seinni æfinguna var það held ég ákveðið að ég yrði þriðji markmaður liðsins. Kristján Finnboga (markmannsþjálfari FH) á líka stóran þátt í því, hann vildi að ég og Úlfur (Ágúst Björnsson) tækjum sitthvora æfinguna til að fá að sjá út frá sjónarhorni markmanns," segir Siggi.
Hann segir að það hafi hjálpað sér að hafa tekið æfingu í markinu.
„Þessar tvær æfingar hjálpuðu mér helling, þetta var einmitt á tímapunkti þar sem ég var ekki búinn að skora mikið, svo klárlega mjög lærdómsríkt," segir framherjinn sem hefur spilað mjög vel síðustu mánuðina og hefur skorað tíu mörk á tímabilinu.
Hann varði eitt skot í leiknum gegn Blikum. Hann vildi ekki gera eins mikið úr vörslunni og undirritaður.
„Ég myndi nú ekki kalla þetta einhverja frábæra vörslu, skylduvarsla fyrir markmann. Ég las minn fyrrum liðsfélaga Kidda Jóns og var mættur í hornið," segir Siggi léttur.
Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Bæði mörkin komu eftir rauða spjaldið.
Athugasemdir