Erling Braut Haaland er markahæsti Norðmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en metið sló hann með tveimur mörkum sínum í 5-1 sigri Manchester City á Burnley í gær.
Haaland og Ole Gunnar Solskjær voru jafnir með 91 mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir leikinn.
Solskjær skoraði mörk sín yfir ellefu ára tímabil með Manchester United, en Haaland tókst að bæta met hans á rúmum þremur árum.
Norðmaðurinn gekk í raðir Man City frá Borussia Dortmund árið 2022. Hann bætti markamet á einu tímabili í deildinni á fyrstu leiktíð sinni með 36 mörkum og hefur verið iðinn við kolann síðan.
Hann gerði tvö mörk á lokakafla leiksins gegn Burnley í gær og stal þar með titlinum sem markahæsti Norðmaður í sögu úrvalsdeildarinnar.
Stórt met fyrir Haaland sem setur nú markmiðið á að komast í 100 deildarmörk. Það er enn smá spölur í að hann komi sér á lista yfir markahæstu menn deildarinnar frá upphafi.
Alan Shearer leiðir þann lista með 260 mörk og kemur Harry Kane næstur á eftir með 213 mörk.
???????? ???????????????????????????????? | Erling Haaland (25) is now the highest scoring Norwegian in Premier League with 93 goals. ????????????
— EuroFoot (@eurofootcom) September 28, 2025
2nd place is Ole Gunnar Solskjær, whilst 3rd place is Josh King.
Fun fact: Ole actually coached Haaland at Molde too. ???? pic.twitter.com/BAitlPM0Xg
Athugasemdir