Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   lau 27. september 2025 20:32
Sverrir Örn Einarsson
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Lengjudeildin
Frans lyftir bikarnum í leikslok
Frans lyftir bikarnum í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Frans Elvarsson átti skínandi leik í liði Keflavíkur þegar liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni með 4-0 sigri á HK í úrslitaleik umspils Lengjuldeildarinnar á Laugardalsvelli í dag. Frans var til viðtals við Fótbolta.net í fögnuðinum og var að vonum kátur með daginn.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 HK

„Ég er bara gífurlega glaður. Við erum komnir á þann stað sem við viljum vera á og frammistaðan í dag bara góð.“

Frans sem hokinn er af reynslu og hefur marga fjöruna sopið með Keflavík undanfarin ár og séð margt var að lyfta bikar og vinna úrslitaleik á Laugardalsvelli með Keflavík. Hvar setur hann þetta í röðina á sætustu sigrunum?

„Ég myndi segja að þetta sé ofarlega. Það er alltaf gaman að koma hingað á Laugardalsvöll en ég hef spilað tvo úrslitaleiki hér áður en alltaf tapað þeim svo það er gaman að loksins vinna á þessum velli.“

Frans átti sem fyrr segir góðan leik í liði Keflavíkur. Hann skoraði gott mark í leiknum en fagn hans er þó öllu eftirminnilegra þegar hann fór í handahlaupum á vellinum. Íþróttakennarinn Frans í essinu sínu þar.

„Já heldur betur, maður verður að sýna að maður kunni eitthvað. Maður var í fimleikum í gamla daga og þetta er bara gaman.“

Um sína framtíð og hvort hinn 35 ára gamli Frans muni taka slaginn með Keflavík að ári í Bestu deildinni sagði Frans.

„Ég er bara að hugsa málið. Ég hef samt haft það mottó að ef maður getur eitthvað og er ekki meiddur og hefur áhuga á þessu þá reynir maður að halda sér í þessu eins lengi og maður getur. Ef að konan leyfir manni. “

Sagði Frans en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir