Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
Skoraði rosalegt mark beint úr aukaspyrnu - „Ég var heppinn“
Tók bikar í kveðjuleiknum - „Fullkominn endir“
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
Snúin aftur eftir krossbandsslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
banner
   lau 27. september 2025 17:52
Viktor Ingi Valgarðsson
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Viktor Jónsson fékk verðskuldað maður leiksins eftir sinn þátt í 3-2 sigri á KR í dag. Hann hefur verið á eldi síðustu leiki líkt og ÍA liðið í heild sinni. Skoraði þriðja markið í jafn mörgum leikjum í dag.


„Virkilega sáttur, þetta var mjög erfiður leikur. Maður sá svolítið gamla KR aftur í þessum leik, erfitt að brjóta þá, en trúin og sjálfstraustið í liðinu bara frábær".

Sjálfstraustið eflaust gott enda liðið í dúndur sigurgöngu.

„Við viljum klára þetta mót vel. Við vitum að ef við spilum eins og i síðustu leikjum þá mun þetta skila okkur öruggu sæti og góðum úrslitum, þurfum að halda því áfram og setja fókus á það strax aftur á morgun. Það eru þrír leikir eftir og getur allt gerst ennþá".

Aðspurður um innkomu Lárus Orra í þjálfarastólinn svaraði Viktor: „Fyrst og fremst frábær gæji, fær mikla virðingu frá leikmönnum og það er augljóst að hann veit hvað hann er að segja. Búinn að gera rosalega vel eftir að hann kom inn".

Jón Þór Hauksson var látinn fara og Lárus Orri tók sæti hans en Viktor fór fögrum orðum um fyrri þjálfara einnig.

„Ég dýrka Jón Þór, líka frábær gæji og þjálfari. Við verðum líka að líta í eigin barm við strákarnir varðandi það mál og með breytingum fara menn upp á tærnar. Tók kannski svolítið langan tíma en það er það sem hefur gerst". 

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner