Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 27. september 2025 17:52
Viktor Ingi Valgarðsson
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Viktor Jónsson fékk verðskuldað maður leiksins eftir sinn þátt í 3-2 sigri á KR í dag. Hann hefur verið á eldi síðustu leiki líkt og ÍA liðið í heild sinni. Skoraði þriðja markið í jafn mörgum leikjum í dag.


„Virkilega sáttur, þetta var mjög erfiður leikur. Maður sá svolítið gamla KR aftur í þessum leik, erfitt að brjóta þá, en trúin og sjálfstraustið í liðinu bara frábær".

Sjálfstraustið eflaust gott enda liðið í dúndur sigurgöngu.

„Við viljum klára þetta mót vel. Við vitum að ef við spilum eins og i síðustu leikjum þá mun þetta skila okkur öruggu sæti og góðum úrslitum, þurfum að halda því áfram og setja fókus á það strax aftur á morgun. Það eru þrír leikir eftir og getur allt gerst ennþá".

Aðspurður um innkomu Lárus Orra í þjálfarastólinn svaraði Viktor: „Fyrst og fremst frábær gæji, fær mikla virðingu frá leikmönnum og það er augljóst að hann veit hvað hann er að segja. Búinn að gera rosalega vel eftir að hann kom inn".

Jón Þór Hauksson var látinn fara og Lárus Orri tók sæti hans en Viktor fór fögrum orðum um fyrri þjálfara einnig.

„Ég dýrka Jón Þór, líka frábær gæji og þjálfari. Við verðum líka að líta í eigin barm við strákarnir varðandi það mál og með breytingum fara menn upp á tærnar. Tók kannski svolítið langan tíma en það er það sem hefur gerst". 

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner