
„Ég get eiginlega ekki lýst þessu og ég er bara svo ógeðslega hamingjusamur að hafa náð þessu aftur með félaginu mínu og ég er bara fullur þakklætis og ég er bara ógeðslega glaður." sagði Sindri Kristinn Ólafsson markmaður Keflavíkur en liðið tryggði sér inn farseðil í Bestu deildina árið 2026 eftir 4-0 sigur á HK á Laugardalsvelli í dag.
Lestu um leikinn: Keflavík 4 - 0 HK
„Við ætluðum að byrja sterkt en í svona leik býstu aldrei við því að vera 3-0 yfir í hálfleik og ég held að það sé nokkuð augljóst en við ræddum í hálfleik að þetta væri alls ekki búið og mér fannst við eiga færin í seinni hálfleik."
Keflavík tapði þessum sama úrslitaleik í fyrra þegar Afturelding vann Keflavík og Sindri Kristinn segir að reynslan frá því í fyrra hafi hjálpað liðinu í dag.
„100% og ég hef spilað stóra leiki áður svipað stóra og þessa en þetta gaf okkur helling og þeir leikmenn sem komu hingað í fyrra lærðu að því og það er greinilega ekki gullmiði að vera í fjórða sæti greinilega."
Keflavík er komið í deild þeirra bestu og var Sindri Kristinn spurður hversu spenntur hann væri að taka slaginn með Keflavík í efstu deild að ári.
„Ég er mjög spenntur. Ég fer náttúrulega frá FH aftur til Keflavíkur. Égg átti erfiða og góða tíma í krikanum og mun alltaf elska alla þar og FH en mér var tekið opnum örmum hérna í Keflavík og ég hlakka til að mæta í Bestu deildina eftir eins árs fjarveru."