Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
banner
   sun 28. september 2025 14:41
Brynjar Ingi Erluson
Eggert lagði upp sigurmark Brann
Eggert Aron spilaði vel með Brann
Eggert Aron spilaði vel með Brann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Aron Guðmundsson átti stoðsendinguna að sigurmarki Brann sem vann 1-0 sigur á Fredrikstad í 19. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Markið lagði hann upp á 38. mínútu eftir stutta hornspyrnu. Eggert kom boltanum á danska miðjumanninn Emil Kornvig sem tryggði Brann stigin þrjú.

Eggert fór af velli á 75. mínútu en Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn fyrir Brann.

Brann er í 3. sæti deildarinnar með 46 stig, aðeins fjórum stigum frá toppnum. Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.

Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn fyrir Herthu Berlín sem vann auðveldan 3-0 sigur á Nürnberg í þýsku B-deildinni. Jón Dagur var ónotaður varamaður tvo leiki í röð, en nú kominn aftur í byrjunarliðið.

Hertha er í 12. sæti með 8 stig eftir sjö leiki.
Athugasemdir
banner