Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 27. september 2025 17:51
Kjartan Leifur Sigurðsson
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var skemmtilegur leikur og mikið fram og til baka. Bæði lið fengu sénsa til að skora og leikurinn hefði auðveldlega getað endað með fleiri mörkum. Fólk fékk eitthvað fyrir peninginn í dag og við erum enn taplausir á heimavelli," segir Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Breiðablik

Björn Daníel segir að tapleysið í Kaplakriki sé að gefa liðinu aukinn kraft.

„Jájá, svo höfum við ekki verið nógu góðir í úrslitakeppninni seinustu tvö ár. Frammistöðurnar í þessum leik og á móti Stjörnunni hafa verið solid og það gírar okkur upp, sína að við séum ekki saddir."

Sigurður Bjartur Hallsson, framherji FH, steig upp og fór í markið undir lokin eftir að Mathias Rosenorn hlaut rautt spjald.

„Siggi safe hands, hann er geggjaður, algjör snillingur. Hann hefur þurft að fara í markið á æfingum og hefur sýnt magnaða takta. Það var ekki spurning hver myndi fara í markið ef þess þyrfti, það er svo gaman að þessum gaur, ég var ekkert eðlilega sáttur að sjá hann í markinu."

Björn Daníel er orðinn 35 ára gamall og er fyrirliði liðsins, sem er nokkuð ungt.

„Þetta er búið að vera gaman, ég hef verið fyrirliði seinustu tvö ár. Maður finnur það með aldrinum að maður getur ekki gefið mikið af sér í hlaupatölum en maður getur það á annan hátt. Ég reyni eins og ég get að hjálpa strákunum og nýt þess í botn."

Samningur fyrirliðans rennur út í lok tímabils, hann býst við að segja þetta gott.

„Það eru svona 97% líkur á því að ég leggi skóna á hilluna eftir tímabilið. Þetta er orðið fínt, ég er slæmur í hnénu og maður er lengi að ná sér eftir leik. Allir eru svo fljótir og sterkir í dag að ég held það sé fínt að hætta þegar maður hefur gefið eitthvað af sér. Eins og Jamie Carragher sagði, Leave the football before the football leaves you. Ég held það sé best að hætta á þessum nótum."

Orðið á götunni er að FH ráðist í þjálfarabreytingar og endursemji ekki við Heimi Guðjónsson.

„Við leikmenn ráðum engu, hann hefur sinnt frábæru starfi hérna síðan hann kom til baka. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar með leikmenn og FH er ekki á sama stað og þeir voru. Við vitum örugglega jafn mikið og þú og höfum ekki verið á neinum fundum með stjórnarmönnum, þetta hlýtur að koma í ljós fyrr en síðar."
Athugasemdir