
Muhamed Alghoul var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarinns í 4-0 sigri Keflavíkur á HK í úrslitaleik umspils Lengjudeilarinnar á Laugardalsvelli. Muhamed fór mikinn í fyrri hálfleik og átti stoðsendingu í öllum þremur mörkum Keflavíkur sem leiddu 3-0 í hálfleik. Muhamed spjallaði við Fótbolta.net í leikslok.
Lestu um leikinn: Keflavík 4 - 0 HK
„Þetta er frábært og eitthvað sem við höfum viljað allt tímabilið. Við höfum gengið í gegnum hæðir og lægðir á tímabilinu en við vissum alltaf að við værum með gæðin í að klára þetta og í dag sýndum við það.“
Muhamed átti sem fyrr segir stórleik í dag og lagði upp þrjú mörk. Fann hann það fyrir leik að hann væri klár í slaginn gegn HK sem hafði lagt Keflavík tvisvar á leiktíðinni.
„Að spila á þjóðarleikvangnum var frábært og grasið fullkomið jafnvel þó það hafi verið spilað á því í gær. Við sýndum það að við erum betra liðið á vellinum. Í leikjunum sem við spiluðum við þá og töpuðum áttum við einhver 40 skot og vorum bara óheppnir að vinna þá leiki ekki. En í dag sýndum við að við erum betra liðið og afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar.“
Muhamed er í annað sinn í herbúðum Keflavíkur en hann lék með liðinu síðari hluta tímabils 2023 í Bestu deildinni. Verður hann áfram með Keflavík?
„Ég er með samning svo eins og sakir standa svara ég því játandi.“
Sagði Muhamed en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir