Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   lau 27. september 2025 20:42
Sverrir Örn Einarsson
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Lengjudeildin
Muhamed Alghoul með bikarinn í leikslok
Muhamed Alghoul með bikarinn í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Muhamed Alghoul var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarinns í 4-0 sigri Keflavíkur á HK í úrslitaleik umspils Lengjudeilarinnar á Laugardalsvelli. Muhamed fór mikinn í fyrri hálfleik og átti stoðsendingu í öllum þremur mörkum Keflavíkur sem leiddu 3-0 í hálfleik. Muhamed spjallaði við Fótbolta.net í leikslok.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 HK

„Þetta er frábært og eitthvað sem við höfum viljað allt tímabilið. Við höfum gengið í gegnum hæðir og lægðir á tímabilinu en við vissum alltaf að við værum með gæðin í að klára þetta og í dag sýndum við það.“

Muhamed átti sem fyrr segir stórleik í dag og lagði upp þrjú mörk. Fann hann það fyrir leik að hann væri klár í slaginn gegn HK sem hafði lagt Keflavík tvisvar á leiktíðinni.

„Að spila á þjóðarleikvangnum var frábært og grasið fullkomið jafnvel þó það hafi verið spilað á því í gær. Við sýndum það að við erum betra liðið á vellinum. Í leikjunum sem við spiluðum við þá og töpuðum áttum við einhver 40 skot og vorum bara óheppnir að vinna þá leiki ekki. En í dag sýndum við að við erum betra liðið og afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar.“

Muhamed er í annað sinn í herbúðum Keflavíkur en hann lék með liðinu síðari hluta tímabils 2023 í Bestu deildinni. Verður hann áfram með Keflavík?

„Ég er með samning svo eins og sakir standa svara ég því játandi.“

Sagði Muhamed en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner