Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   lau 27. september 2025 18:23
Kjartan Leifur Sigurðsson
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við mætum grimmir til leiks og erum yfir í barátunni í fyrri hálfleik. Það vantaði að skapa meira afgerandi færi í fyrri hálfleik. Okkur leið vel inn í hálfleik, þegar markið þeirra kemur eru menn smá stund að ná áttum aftur. Svekkelsi að jafna leikinn með sjö mínutur eftir, manni fleiri, með útileikmann í markinu og fá ekki betri stöður og færi," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafntefli gegn FH.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Breiðablik

Þorleifur Úlfarsson og Anton Logi Lúðvíksson komu til baka úr löngum meiðslum í leiknum.

„Frábært að fá Anton Loga sem hefur verið frá í tvo mánuði. Hann var ekkert minna en stórkostlegur leikina áður en hann meiðist og var kominn í frábært form. Hann er einstakur leikmaður og ólíkur öðrum. Þorleifur hefur ekki spilað leik síðan í febrúar 2024, risastórt fyrir hann persónulega. Hann hefur verið duglegur í sinni endurhæfingu og er með gott hugarfar, mikilvægt fyrir okkur að fá hann."

Andri Rafn Yeoman, Aron Bjarnason og Davíð Ingvarsson eru hinsvegar allir frá vegna meiðsla.

„Það verður að koma í ljós, þeir eru frá. Það verður að koma í ljós hvenær þeir koma til baka."

Enn og aftur mistekst Blikum að sækja sinn fyrsta sigur í tvo mánuði. Ljóst er að liðið ver ekki Íslandsmeistaratitil sinn og baráttan um Evrópusæti er orðin mjög svo upp í móti.

„Við mætum í hvern einasta leik hungraðir og með drive, menn verða ekki sakaðir um neitt annað. Hver einasti leikur sem endar ekki með sigri er vonbrigði. Næsti leikur núna er úti í Sviss og menn þurfa að reseta hugarfarið fyrir þann leik.
Athugasemdir