Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 27. september 2025 18:23
Kjartan Leifur Sigurðsson
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við mætum grimmir til leiks og erum yfir í barátunni í fyrri hálfleik. Það vantaði að skapa meira afgerandi færi í fyrri hálfleik. Okkur leið vel inn í hálfleik, þegar markið þeirra kemur eru menn smá stund að ná áttum aftur. Svekkelsi að jafna leikinn með sjö mínutur eftir, manni fleiri, með útileikmann í markinu og fá ekki betri stöður og færi," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafntefli gegn FH.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Breiðablik

Þorleifur Úlfarsson og Anton Logi Lúðvíksson komu til baka úr löngum meiðslum í leiknum.

„Frábært að fá Anton Loga sem hefur verið frá í tvo mánuði. Hann var ekkert minna en stórkostlegur leikina áður en hann meiðist og var kominn í frábært form. Hann er einstakur leikmaður og ólíkur öðrum. Þorleifur hefur ekki spilað leik síðan í febrúar 2024, risastórt fyrir hann persónulega. Hann hefur verið duglegur í sinni endurhæfingu og er með gott hugarfar, mikilvægt fyrir okkur að fá hann."

Andri Rafn Yeoman, Aron Bjarnason og Davíð Ingvarsson eru hinsvegar allir frá vegna meiðsla.

„Það verður að koma í ljós, þeir eru frá. Það verður að koma í ljós hvenær þeir koma til baka."

Enn og aftur mistekst Blikum að sækja sinn fyrsta sigur í tvo mánuði. Ljóst er að liðið ver ekki Íslandsmeistaratitil sinn og baráttan um Evrópusæti er orðin mjög svo upp í móti.

„Við mætum í hvern einasta leik hungraðir og með drive, menn verða ekki sakaðir um neitt annað. Hver einasti leikur sem endar ekki með sigri er vonbrigði. Næsti leikur núna er úti í Sviss og menn þurfa að reseta hugarfarið fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner