Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   lau 27. september 2025 18:23
Kjartan Leifur Sigurðsson
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við mætum grimmir til leiks og erum yfir í barátunni í fyrri hálfleik. Það vantaði að skapa meira afgerandi færi í fyrri hálfleik. Okkur leið vel inn í hálfleik, þegar markið þeirra kemur eru menn smá stund að ná áttum aftur. Svekkelsi að jafna leikinn með sjö mínutur eftir, manni fleiri, með útileikmann í markinu og fá ekki betri stöður og færi," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafntefli gegn FH.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Breiðablik

Þorleifur Úlfarsson og Anton Logi Lúðvíksson komu til baka úr löngum meiðslum í leiknum.

„Frábært að fá Anton Loga sem hefur verið frá í tvo mánuði. Hann var ekkert minna en stórkostlegur leikina áður en hann meiðist og var kominn í frábært form. Hann er einstakur leikmaður og ólíkur öðrum. Þorleifur hefur ekki spilað leik síðan í febrúar 2024, risastórt fyrir hann persónulega. Hann hefur verið duglegur í sinni endurhæfingu og er með gott hugarfar, mikilvægt fyrir okkur að fá hann."

Andri Rafn Yeoman, Aron Bjarnason og Davíð Ingvarsson eru hinsvegar allir frá vegna meiðsla.

„Það verður að koma í ljós, þeir eru frá. Það verður að koma í ljós hvenær þeir koma til baka."

Enn og aftur mistekst Blikum að sækja sinn fyrsta sigur í tvo mánuði. Ljóst er að liðið ver ekki Íslandsmeistaratitil sinn og baráttan um Evrópusæti er orðin mjög svo upp í móti.

„Við mætum í hvern einasta leik hungraðir og með drive, menn verða ekki sakaðir um neitt annað. Hver einasti leikur sem endar ekki með sigri er vonbrigði. Næsti leikur núna er úti í Sviss og menn þurfa að reseta hugarfarið fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner