Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   lau 27. september 2025 18:23
Kjartan Leifur Sigurðsson
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við mætum grimmir til leiks og erum yfir í barátunni í fyrri hálfleik. Það vantaði að skapa meira afgerandi færi í fyrri hálfleik. Okkur leið vel inn í hálfleik, þegar markið þeirra kemur eru menn smá stund að ná áttum aftur. Svekkelsi að jafna leikinn með sjö mínutur eftir, manni fleiri, með útileikmann í markinu og fá ekki betri stöður og færi," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafntefli gegn FH.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Breiðablik

Þorleifur Úlfarsson og Anton Logi Lúðvíksson komu til baka úr löngum meiðslum í leiknum.

„Frábært að fá Anton Loga sem hefur verið frá í tvo mánuði. Hann var ekkert minna en stórkostlegur leikina áður en hann meiðist og var kominn í frábært form. Hann er einstakur leikmaður og ólíkur öðrum. Þorleifur hefur ekki spilað leik síðan í febrúar 2024, risastórt fyrir hann persónulega. Hann hefur verið duglegur í sinni endurhæfingu og er með gott hugarfar, mikilvægt fyrir okkur að fá hann."

Andri Rafn Yeoman, Aron Bjarnason og Davíð Ingvarsson eru hinsvegar allir frá vegna meiðsla.

„Það verður að koma í ljós, þeir eru frá. Það verður að koma í ljós hvenær þeir koma til baka."

Enn og aftur mistekst Blikum að sækja sinn fyrsta sigur í tvo mánuði. Ljóst er að liðið ver ekki Íslandsmeistaratitil sinn og baráttan um Evrópusæti er orðin mjög svo upp í móti.

„Við mætum í hvern einasta leik hungraðir og með drive, menn verða ekki sakaðir um neitt annað. Hver einasti leikur sem endar ekki með sigri er vonbrigði. Næsti leikur núna er úti í Sviss og menn þurfa að reseta hugarfarið fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner