
„Maður er búin að hafa smá tíma að melta þetta. Í heildina er tímabilið geggjað, þetta er alveg nýtt lið og ég held að fólk átti sig ekkert á því," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari HK eftir 4-0 tapið gegn Keflavík í úrslitaleik um laust sæti í Bestu deild karla árið 2026.
Lestu um leikinn: Keflavík 4 - 0 HK
Keflavík komst í 2-0 eftir aðeins 20 mínútna leik og Hermann var spurður hvort það hafi haft áhrif á liðið.
„Já en þú ert samt vel inn í leiknum, það þarf bara eitt mark en þriðja markið var versta höggið en við spilum bara ekki nógu vel í heildina en ég get ekki sakast við einn né neinn hérna. Þeir eru búnir að vera geggjaðir í allt sumar en við stöndum stolltir frá borði."
Keflavík var í úrslitaleiknum í fyrra þegar liðið tapaði gegn Aftureldingu. Var það reynslan sem vann þennan leik í dag?
„Já, þú sérð aldursmuninn á liðunum, þeir eiga þúsund leiki í efstu deild og það er himinn og haf þar á milli og ég óska þeim bara til hamingju og þeir áttu þetta skilið í dag, það er enginn spurning."
Athugasemdir