Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 29. október 2020 09:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur áhuga á Calhanoglu - Alaba til Liverpool?
Powerade
Hakan Calhanoglu hjá AC Milan.
Hakan Calhanoglu hjá AC Milan.
Mynd: Getty Images
David Alaba.
David Alaba.
Mynd: Getty Images
Calhanoglu, Alaba, Son, Lundstram, Gravenberch, Mustafi, Pochettino og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Manchester United skoðar það að gera fimm ára samning við tyrkneska miðjumanninn Hakan Calhanoglu (26) sem er hjá AC Milan. (Gazetta dello Sport)

Calhanoglu mun ræða um framtíð sína við forráðamenn AC Milan í næsta mánuði. (Mail)

Viðræður David Alaba (28) um nýjan samning við Bayern München hafa runnið út í sandinn. Austurríski varnarmaðurinn verður samningslaus í sumar og má ræða við önnur félög í janúar. Liverpool hefur áhuga. (Bild)

Liverpool fær samkeppni frá AC Milan um tyrkneska miðvörðinn Ozan Kabak (20) hjá Schalke. (Gazzetta dello Sport)

Vonir Tottenham um nýjan samning við Son Heung-min (28), framherja Tottenham, hafa aukist eftir að Suður-Kóreumaðurinn gekk í raðir sömu umboðsskrifstofu og er með Jose Mourinho. (TalkSport)

Enski miðjumaðurinn John Lundstram (26) mun væntanlega yfirgefa Sheffield United en samningaviðræður hafa siglt í strand. Lundstram hefur verið orðaður við Burnley og Crystal Palace. (Sky Sports)

Vonir Barcelona um að halda Lionel Messi (33) hafa aukist verulega eftir að Josep Maria Bartomeu steig af forsetastólnum. (Telegraph)

Manchester United hefur áhuga á að fá hollenska miðjumanninn Ryan Gravenberch (18) hjá Ajax. Barcelona og Juventus horfa einnig til hans. (Mirror)

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, er í viðræðum við Zenit í Pétursborg um að verða nýr stjóri félagsins. (Championat)

Shkodran Mustafi (28) segist ekki hafa rætt við Arsenal um nýjan samning. Samningur hans rennur út í sumar. (Evening Standard)

Arsenal vildi senda enska miðjumanninn Reiss Nelson (20) á lán á þessu tímabili. Nelson ákvað frekar að vera áfram og berjast fyrir plássi í liði Mikel Arteta. (INdependent)

Atletico Madrid gengur erfiðlega að finna leikmann til að fylla skarð miðjumannsins Thomas Partey (27) eftir skipti hans til Arsenal. Félagið vildi fá Geoffrey Kondogbia (27) frá Valencia en hann er á meiðslalistanum. (Mundo Deportivo)

Arsene Wenger telur að ný Ofurdeild Evrópu myndi tortíma ensku úrvalsdeildinni. (Guardian)

West Brom hyggst bjóða brasilíska vængmanninum Matheus Pereira (24) nýjan samning aðeins tveimur mánuðum eftir að hafa keypt hann á 8,25 milljónir punda. (Telegraph)

QPR vonast til að vængmaðurinn Bright Osayi-Samuel (22) geri nýjan samning en Celtic hefur sýnt honum áhuga. (Standard)
Athugasemdir
banner
banner