Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 29. október 2024 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Napoli vann Milan á San Síró - Sjö sigrar í síðustu átta leikjum hjá Conte
Romelu Lukaku skoraði gegn Milan
Romelu Lukaku skoraði gegn Milan
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Conte eru með sjö stiga forystu á toppnum
Lærisveinar Conte eru með sjö stiga forystu á toppnum
Mynd: Getty Images
Napoli vann fjórða leik sinn í röð í Seríu A er liðið sótti góðan 2-0 útisigur á AC Milan á San Síró í kvöld en liðið er taplaust í síðustu átta leikjum sínum undir stjórn Antonio Conte.

Árið 2023 varð liðið ítalskur meistari í fyrsta sinn í 33 ár en hrundi svakalega á síðustu leiktíð.

Þá hafnaði liðið í 10. sæti en í sumar tók Antonio Conte við liðinu og virðist það stefna að því að vinna titilinn í ár.

Bæði mörk Napoli gegn Milan voru skoruð í fyrri hálfleik en þeir Romelu Lukaku og Khvicha Kvaratskhelia gerðu mörkin. Lukaku skoraði eftir sendingu Frank Anguissa en mark Kvaratskhelia var sérstaklega glæsilegt. Hann fékk boltann úti vinstra megin, keyrði inn í átt að teignum og skoraði með góðu skoti fyrir utan teig, fram hjá Mike Maignan og í fjærhornið.

Alvaro Morata kom boltanum í netið fyrir Milan snemma í síðari hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Rafael Leao var nálægt því að minnka muninn undir lok leiks eftir laglegt einstaklingsframtak en Alex Meret varði og þá átti Christian Pulisic ágætis tilraun stuttu síðar en yfir markið.

Napoli fagnaði 2-0 sigri og var að vinna fjórða leik sinn í röð. Liðið er á toppnu með 25 stig, sjö stigum meira en ríkjandi meistarar Inter sem eru í öðru sæti.

Þórir Jóhann Helgason var ekki í hópnum hjá Lecce sem vann nauman 1-0 sigur á Hellas Verona og þá vann Bologna 2-0 sigur á Cagliari á útivelli.

Cagliari 0 - 2 Bologna
0-1 Riccardo Orsolini ('35 )
0-2 Jens Odgaard ('51 )

Lecce 1 - 0 Verona
1-0 Patrick Dorgu ('51 )
Rautt spjald: ,Jackson Tchatchoua, Verona ('40)Reda Belahyane, Verona ('83)

Milan 0 - 2 Napoli
0-1 Romelu Lukaku ('5 )
0-2 Khvicha Kvaratskhelia ('43 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 17 13 1 3 42 19 +23 40
2 Napoli 17 12 2 3 26 12 +14 38
3 Inter 16 11 4 1 42 15 +27 37
4 Lazio 17 11 1 5 32 24 +8 34
5 Fiorentina 16 9 4 3 29 13 +16 31
6 Juventus 17 7 10 0 28 13 +15 31
7 Bologna 16 7 7 2 23 18 +5 28
8 Milan 16 7 5 4 25 16 +9 26
9 Udinese 17 7 2 8 21 26 -5 23
10 Roma 17 5 4 8 23 23 0 19
11 Empoli 17 4 7 6 16 19 -3 19
12 Torino 17 5 4 8 17 22 -5 19
13 Genoa 17 3 7 7 14 26 -12 16
14 Lecce 17 4 4 9 11 29 -18 16
15 Parma 17 3 6 8 23 33 -10 15
16 Como 17 3 6 8 18 30 -12 15
17 Verona 17 5 0 12 21 40 -19 15
18 Cagliari 17 3 5 9 16 28 -12 14
19 Venezia 17 3 4 10 17 30 -13 13
20 Monza 17 1 7 9 15 23 -8 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner