Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   þri 29. október 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Riðill U17 karla leikinn á Íslandi - Fer af stað á morgun
Mynd: KSÍ
Lúðvík Gunnarsson er þjálfari liðsins.
Lúðvík Gunnarsson er þjálfari liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagana 30. október til 5. nóvember fer fram hér á landi riðill í undankeppni EM U17 landsliða karla.

Ísland hefur leik á morgun gegn Norður-Makedóníu.

Í riðlinum ásamt Íslandi eru Spánn, Norður-Makedónía og Eistland og fara allir leikir riðilsins fram á AVIS-velli Þróttar R. í Laugardal.

Allir leikirnir í riðlinum verða jafnframt í beinni útsendingu og opinni dagskrá á KSÍ TV í Sjónvarpi Símans, sem er öllum aðgengilegt og ókeypis sem eru með internettengingu, einungis þarf að skrá notandaaðgang að Sjónvarpi Símans.

Leikirnir

Miðvikudagur 30.10.2024
13.00 Spánn Eistland
17.00 Norður-Makedónía Ísland

Laugardagur 02.11.2024
13.00 Spánn Norður-Makedónía
17.00 Ísland Eistland

Þriðjudagur 05.11.2024
13.00 Eistland Norður-Makedónía
17.00 Ísland Spánn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner