Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 29. október 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfesti að það kom upp bakslag hjá Luke Shaw
Luke Shaw.
Luke Shaw.
Mynd: Getty Images
Það kom upp bakslag í meiðslum Luke Shaw, vinstri bakvarðar Manchester United.

Shaw, sem varð fyrir kálfameiðslum rétt áður en tímabilið hófst, á enn eftir að spila fyrir United á tímabilinu sem er núna í gangi.

Það var búist við því að hinn 29 ára gamli Shaw myndi koma til baka eftir landsleikjahléið í september en sú varð ekki raunin. Svo var talað um eftir landsleikjahléið í október. Núna styttist í landsleikjahléið í nóvember.

Erik ten Hag, fyrrum stjóri Man Utd, sagði eftir tapið gegn West Ham um liðna helgi að bataferlið hjá Shaw hefði ekki gengið samkvæmt plani.

Shaw meiddist á fæti í leik United gegn Luton þann 18. febrúar og er það síðasti leikurinn sem hann var í leikmannahópi United. Vinstri bakvörðuinn spilaði einungis fimmtán leiki með United á síðasta tímabili. Hann fór svo á EM með Englandi og það hjálpaði honum ekki neitt.
Athugasemdir
banner
banner