
Cody Gakpo er heldur betur að slá í gegn á þessu heimsmeistaramóti sem núna stendur yfir.
„Hann bara hættir ekki að skora," sagði Gunnar Birgisson í lýsingu sinni frá RÚV.
„Hann bara hættir ekki að skora," sagði Gunnar Birgisson í lýsingu sinni frá RÚV.
Hann var að skora í þriðja leiknum í röð á mótinu og er hann fjórði hollenski leikmaðurinn til að gera það. Hinir eru Johan Neeskens, Dennis Bergkamp og Wesley Sneijder.
Gakpo hefur farið með himinskautum á tímabilinu með PSV Eindhoven. Hann er búinn að koma að 36 mörkum á tímabilinu og það eru ekki komin áramót.
Gakpo, sem er 23 ára, hefur verið sterklega orðaður við Manchester United og verður fróðlegt að sjá hvort hann fari þangað í janúar. Hann var orðaður við Leeds og Southampton síðasta sumar en hann hlýtur að fara núna í janúar í eitt af allra stærstu félögum Evrópu.
Cody Gakpo er búinn að koma Hollandi yfir pic.twitter.com/Wu8wpVkvep
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 29, 2022
Athugasemdir