
Neymar var fjarri góðu gamni þegar Brasilía vann 2-0 sigur gegn Sviss á HM í gærkvöldi.
Neymar meiddist í fyrsta leiknum og var hann upp á hóteli í endurhæfingu á meðan leiknum stóð. Það er vonast til þess að hann geti snúið aftur úr ökklameiðslum þegar riðlakeppninni er lokið.
Það létu einhverjir gabba sig í gær þegar tvífari Neymar mætti í stúkuna á leikvanginum sem spilað var á.
Tvífarinn er mjög líkur Neymar og þarna héldu sumir að stórstjarnan væri mætt á svæðið. Var til dæmis talað um það á RÚV í gærkvöldi og héldu þau í setti að þarna væri Neymar en þannig var það svo sannarlega ekki.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig fólk í stúkunni hópaðist að tvífara Neymar.
Brazil fans thought they were taking a selfie with Neymar 😅 pic.twitter.com/kJ1po1cjqM
— ESPN FC (@ESPNFC) November 28, 2022
Athugasemdir