Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   þri 29. nóvember 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óklárað verkefni frá 2014 - „Tvö lið í efstu deild sem höfðu samband"
,,Stefni ekki á að vera lengi með Grindavík í 1. deild''
Lengjudeildin
Einar Karl lék með Grindavík seinni hluta tímabilsins 2014.
Einar Karl lék með Grindavík seinni hluta tímabilsins 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék í Garðabænum síðustu tvö tímabil.
Lék í Garðabænum síðustu tvö tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Karl Ingvarsson samdi fyrir helgi við Grindavík og er því mættur aftur í gult. Hann lék einnig með Grindavík seinni hluta tímabilsins 2014. Hann er uppalinn hjá FH og hefur einnig leikið með Fjölni, Val og Stjörnunni á sínum ferli. Síðustu tvö ár var hann hjá Stjörnunni en rifti samningi sínum eftir að tímabilinu lauk.

„Ég rifti samningi við Stjörnuna, þá varð ég laus og Grindavík hafði samband. Mér líst mjög vel á það, hef verið þarna áður, þeir eru með mikinn metnað fyrir næsta ár og ég ákvað bara að slá til," sagði Einar við Fótbolta.net.

„Í rauninni ekki, ég tók allt inn, melti þetta og skoðaði alla hluti. Þegar ég kom þarna 2014 þá fékk ég góða tilfinningu sem togaði í mig. Mér fannst þetta alls ekki erfið ákvörðun. Ég hef ekki verið nálægt því að fara í Grindavík síðan þá, ég hef heyrt af einhverjum fyrirspurnum en ekkert sem var nálægt því að gerast."

„Það er margt sem heillar, bæði metnaður frá stjórn og þjálfurum. Þeir ætla að leggja mikið í þetta og það er mikill hugur í þeim. Við viljum fara upp og halda liðinu uppi líka, koma Grindavík á þann stað sem liðið var."

„Það er alltaf spennandi að taka þátt í svona verkefni, áskorun fyrir mig að það sé sett ábyrgð á mann og vilji til að gera eitthvað fyrir liðið. 2014 vildi ég fara með liðinu upp, maður vildi snúa aftur og klára það verkefni."


Var eitthvað hik að fara í deild neðar eftir að hafa spilað í efstu deild svo gott sem allan ferilinn?

„Alls ekki og ég stefni ekki á að vera lengi með Grindavík í 1. deild."

Hjá Grindavík hittir Einar fyrir Guðjón Pétur Lýðsson. Þeir léku saman í nokkur ár hjá Val og náðu vel saman. Einar var spurður út í Guðjón í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Voru fleiri lið sem höfðu samband? „Það voru tvö önnur lið í efstu deild sem höfðu samband." Var uppeldisfélagið, FH, annað þeirra? „Það voru engar samræður við FH. Kannski voru þeir bara að horfa eitthvert annað. Jú, ég bjóst við því að þeir myndu kannski heyra í mér en þeir gerðu það ekki."

Verður hann í bestu deildinni 2024? „Já, það er stefnan," sagði Einar að lokum.
Athugasemdir