Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Amorim: Við höfum mikla trú á Mount
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en framundan hjá United er heimaleikur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Sá leikur fer fram á mánudag.

Á fundinum var hann sérstaklega spurður út í tvo leikmenn og sagði þá frá því að sitt lið þyrfti að halda vel í boltann á sunnudaginn þar sem það væri þreyta eftir leikinn gegn Bodö/Glimt í gær.

Mason Mount
„Hann er að leggja mjög hart að sér. Það þarf líka að skilja einstaklinginn. Hann vill þetta mjög mikið. Það er það mikilvægasta. Hann hefur sýnt ykkur öllum að hann er hæfileikaríkur leikmaður."

„Hann varð Evrópumeistari (með Chelsea). Við höfum mikla trú á honnum. Hann þarf að halda sér heilum. Allir í hópnum eru gæðaleikmenn sem þurfa að bæta sig. Hann stóð sig mjög vel í gær, það eru augnablik þar sem sést að Mason Mount er alvöru leikmaður. Ég persónulega hef mikla trú á honum."


Diogo Dalot
„Hann er mjög kraftmikill. Við þurfum stundum að hvíla hann því hann lítur alltaf út fyrir að vera ferskur, en það er kannski alltaf staðan, hann er ekki vél."

„Hann er betri hægra megin og við munum ná að láta hann spila hægra megin. Hann er mjög góður leikmaður, mjög kraftmikill, sem getur spilað báðum megin."

„Nú til dags, leikmaður sem getur spilað báðum megin er fullkominn því það er hægt að hafa hann í mismunandi stöðum. Ég býst við því sama og þið sáuð í fyrra, frábær leikmaður sem getur hjálpað liðinu. Hann er liðsmaður, ég finn að hann lifir sig inn í leikinn. Hann er mjög mikilvægur fyrir okkur."


Um leikinn gegn Everton
„Ég vonast til þess að vinna. Þetta verður annar leikur, mikið um barning, langir boltar og seinni boltar."

„Við þurfum að halda í boltann því við fáum stuttan tíma til að endurheimta orku og við þurfum að rúlla á liðinu. Ég vonast eftir sigri og sjá aðra hluti í liðinu mínu, sjá bætingu eins og við sýndum í gær frá Ipswich leiknum þrátt fyrir fáar æfingar,"
sagði Amorim.

Leikurinn á sunnudag hefst klukkan 13:30.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 14 11 2 1 29 11 +18 35
2 Chelsea 14 8 4 2 31 15 +16 28
3 Arsenal 14 8 4 2 28 14 +14 28
4 Man City 14 8 2 4 25 19 +6 26
5 Brighton 14 6 5 3 23 20 +3 23
6 Fulham 14 6 4 4 21 19 +2 22
7 Nott. Forest 14 6 4 4 16 16 0 22
8 Aston Villa 14 6 4 4 22 23 -1 22
9 Bournemouth 14 6 3 5 21 19 +2 21
10 Tottenham 14 6 2 6 28 15 +13 20
11 Brentford 14 6 2 6 27 26 +1 20
12 Newcastle 14 5 5 4 17 17 0 20
13 Man Utd 14 5 4 5 17 15 +2 19
14 West Ham 14 4 3 7 18 27 -9 15
15 Everton 14 3 5 6 14 21 -7 14
16 Leicester 14 3 4 7 19 28 -9 13
17 Crystal Palace 14 2 6 6 12 18 -6 12
18 Ipswich Town 14 1 6 7 13 25 -12 9
19 Wolves 14 2 3 9 22 36 -14 9
20 Southampton 14 1 2 11 11 30 -19 5
Athugasemdir
banner
banner
banner