Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
   fös 29. nóvember 2024 21:43
Brynjar Ingi Erluson
Hildur Antons: Það vantaði bara markið
Icelandair
Hildur Antonsdóttir
Hildur Antonsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir var ánægð með framlag liðsins í markalausa jafnteflinu gegn Kanada er þjóðirnar áttust við í vináttuleik í Murcia í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Kanada

Íslenska liðið varðist mjög vel í leiknum en það vantaði aðeins upp á herslumuninn í sóknarleiknum.

„Bara frekar góð viðbrögð. Mér fannst við spila varnarleikinn mjög vel en við höfum kannski alveg hluti til að bæta í sóknarleiknum.“

„Ég er mjög sátt með hann. Það fór mikil vinnsla í að vinna góðan varnarleik og það skilaði því að við fengum engin mörk á okkur. Þær fá eiginlega ekki neitt af færum. Við erum mjög ánægðar með það framlag,“
sagði Hildur við KSÍ.

Ísland fékk besta færið snemma í síðari hálfleik er markvörður Kanada sendi boltann beint á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sem brást bogalistin.

„Við gerðum margt flott í sóknarleiknum, en bara smá óheppni að ná ekki góðu skoti á markið. Það er fullt til að byggja ofan á og náðum að spila þær oft úr pressu og koma okkur í góðar stöður. Það vantaði bara markið.“

Hvað takið þið með ykkur úr þessum leik og inn í leikinn gegn Dönum?

„Varnarleikurinn var mjög góður, núll mörk og klára færin okkar. Við getum tekið það með okkur í næsta leik og skorað einhver mörk,“ sagði Hildur í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner