Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 08:46
Elvar Geir Magnússon
Rodri og Vini Jr tilnefndir til FIFA verðlaunanna
Vinicius Junior vann Meistaradeildina með Real Madrid.
Vinicius Junior vann Meistaradeildina með Real Madrid.
Mynd: EPA
Rodri varð Evrópumeistari með Spánverjum.
Rodri varð Evrópumeistari með Spánverjum.
Mynd: EPA
Búið er að opinbera tilnefningar til FIFA verðlaunanna en Rodri og Vinicius Jr eru meðal þeirra sem tilnefndir eru sem besti leikmaðurinn.

Rodri skákaði Vini Jr í baráttunni um Ballon d'Or gullboltann eins og frægt er en allir frá Real Madrid sniðgengu hátíðina til að mótmæla þeirri niðurstöðu. Spurning hvort Rodri vinni FIFA-verðlaunin líka?

Lionel Messi vann FIFA verðlaunin 2023 og er sá eini sem er tilnefndur núna sem spilar ekki í Evrópu.

Stuðningsmenn, landsliðsfyrirliðar, landsliðsþjálfarar og fjölmiðlamenn sjá um valið á leikmanni ársins hjá FIFA.

Tilnefndir sem leikmaður árins hjá FIFA:
Dani Carvajal (Spánn/Real Madrid)
Erling Haaland (Noregur/Manchester City)
Federico Valverde (Úrúgvæ/Real Madrid)
Florian Wirtz (Þýskaland/Bayer Leverkusen)
Jude Bellingham (England/Real Madrid)
Kylian Mbappe (Frakkland/Paris St-Germain/Real Madrid)
Lamine Yamal (Spánn/Barcelona)
Lionel Messi (Argentína/Inter Miami)
Rodri (Spánn/Manchester City)
Toni Kroos (Þýskaland/Real Madrid)
Vinicius Jr (Brasilía/Real Madrid)

Tilnefndir sem þjálfari ársins:
Carlo Ancelotti (Real Madrid)
Lionel Scaloni (Argentína)
Luis de la Fuente (Spánn)
Pep Guardiola (Manchester City)
Xabi Alonso (Bayer Leverkusen)

Tilnefndir sem markvörður ársins:
Andriy Lunin (Úkraína/Real Madrid)
David Raya (Spánn/Arsenal)
Ederson (Brasilía/Manchester City)
Emiliano Martínez (Argentína/Aston Villa)
Gianluigi Donnarumma (Ítalía/Paris St-Germain)
Mike Maignan (Frakkland/AC Milan)
Unai Simon (Spánn/Athletic Bilbao)
Athugasemdir
banner
banner