Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fim 28. nóvember 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Rodri: Get ekki borið virðingu fyrir því sem Real Madrid gerði
Rodri með gullboltann.
Rodri með gullboltann.
Mynd: EPA
Rodri vann EM með spænska landsliðinu.
Rodri vann EM með spænska landsliðinu.
Mynd: EPA
Það hafa verið hæðir og lægðir hjá Rodri undanfarna mánuði. Hann lék lykilhlutverk í sigri Spánar á EM, meiddist svo illa í leik með Manchester City áður en hann vann Ballon d'Or gullboltann sem besti leikmaður heims.

„Ég hef upplifað það besta og versta á mínum ferli, með Ballon d'Or og svo meiðslin. Þetta gefur mér súrefni til að snúa aftur á sem bestan hátt," segir Rodri.

„Ég get ekki lýst tilfinningunum þegar ég vann Ballon d'Or. Á mínum ferli hefur maður bara séð Lionel Messi og Cristiano Ronaldo vonna þessi verðlaun."

Það skyggði á verðlaun Rodri að enginn frá Real Madrid mætti á verðlaunahátíðina. Félagið mótmælti því að Vinicius Jr hafi ekki unnið verðlaunin.

„Ég get ekki borið virðingu fyrir þeirri ákvörðun. Það er mikilvægt að vinna í íþróttum og í lífinu, en það er jafnvel mikilvægara að kunna að tapa. Þetta var mín stund, þeir vildu ekki vera viðstaddir. En mínir félagar, mín fjölskylda var þarna og þetta var stórkostleg stund."
Athugasemdir
banner
banner