Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 30. janúar 2023 22:32
Ívan Guðjón Baldursson
Bournemouth að sækja úkraínskan landsliðsmann

Fallbaráttulið Bournemouth hefur kveikt á öllum mótorum á lokametrum janúargluggans. Félagið er staðráðið í að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi átök.


Nýliðar ensku úrvalsdeildarinnar eru að krækja í vinstri bakvörðinn Matias Vina og sónartengiliðinn Hamed Traore á gluggadegi en þriðji leikmaðurinn er búinn að bætast við.

Sá heitir Ilya Zabarnyi og er miðvörður Dynamo Kiev og úkraínska landsliðsins.

Zabarnyi er ekki nema 20 ára gamall en hann á þó 22 leiki að baki fyrir A-landslið Úkraínu. Hann er fastamaður í byrjunarliði Dynamo Kiev og er talið að Bournemouth þurfi að greiða um 20 milljónir punda fyrir hann.

Zabarnyi flýgur til Englands á morgun til að gangast undir læknisskoðun samkvæmt tryggum heimildum Fabrizio Romano.


Athugasemdir
banner