Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sean Dyche tekinn við Everton (Staðfest)
Sean Dyche.
Sean Dyche.
Mynd: Getty Images
Everton hefur tilkynnt um ráðningu á stjóranum Sean Dyche. Hann tekur við starfinu af Frank Lampard og skrifar undir tveggja og hálfs árs samning.

Dyche og Marcelo Bielsa fóru í viðræður um starfið og var Bielsa fyrsti kostur, en viðræður við hann sigldu í strand.

Því var tekin ákvörðun um ráða Dyche sem var síðast stjóri Burnley.

Dyche bíður verðugt verkefni þar sem Everton er í bullandi fallbaráttu. Hann var síðast stjóri Burnley þar sem hann gerði heilt yfir mjög flotta hluti með lítið fjármagn.

Everton er í fallsæti með 15 stig eftir 20 umferðir af úrvalsdeildartímabilinu og á næst heimaleik við topplið Arsenal 4. febrúar.

Sjá einnig:
Dyche „hin fullkomna ráðning“ fyrir Everton
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner