Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 30. mars 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Arnar um litla markaskorun: Við erum að vinna í þessum málum
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum gegn Armeníu á sunnudag.
Úr leiknum gegn Armeníu á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í markaleysi á fréttamannafundinum í dag. Ísland hefur ekki skorað í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni HM og Hörður Snævar Jónsson á 433.is benti á að liðið hefur einungis skorað fjögur mörk í síðustu tíu leikjum.

„Þetta er rétt greining. Þetta eru staðreyndir. Ég hef alltaf trúað því að hver og einn fótboltaleikur hefur sitt eigið líf og mörg líf, Það eru möguleikar í hverjum einasta fótboltaleik," sagði Arnar á fréttamannafundi í dag.

„Mín skoðun á leiknum gegn Armeníu hefur ekki breyst að því leytinu til að þetta var lokaður leikur með fá færi. Það voru ákveðin móment í leiknum þar sem við hefðum getað gert betur og skapað góð færi. Við fáum góð færi og 2-3 horn og innköst sem voru hættuleg og við hefðum getað skorað."

„Þetta er eitt af þeim hlutverkum sem við erum í núna, að stilla þetta af og laga þennan hluta leiksins. Það er ljóst að fjögur mörk í svona mörgum leikjum er ekki nógu gott. Við viljum gera betur. VIð erum að vinna í þessum málum og tökum þetta skref fyrir skref. Í dag vorum við að æfa þennan hluta leiksins. Að búa til pláss og stöður sem geta skilað okkur mörkum."


Reiknar ekki með auðveldum sigri
Liechtenstein er í 181. sæti á heimslistanum og fréttamaður þaðan spurði hvort Arnar búist við auðveldum sigri Íslands. Liechtenstein tapaði 1-0 gegn Armeníu í síðustu viku og 5-0 gegn Norður-Makedóníu um helgina.

„Ég býst ekki við auðveldum sigri. Það eru ekki margir leikir í nútímafótbotlta. VIð höfum leikgreint andstæðinginn vel og skoðað síðustu tvo leiki þeirra sérstaklega vel. Það var mikilvægt fyrir okkur að skoða leikina þeirra vel og sjá hvort það séu nýir hlutir og nýir leikmenn hjá nýjum þjálfara. Við erum með frekar góða mynd á það hvernig þeir spila. Við vitum að þeir hafa spilað mismunandi leikkerfi í þessum leikjum og við verðum að vera klárir í það."

Íslenska liðið æfði á keppnisvellinum í morgun fyrir leikinn annað kvöld.

„Völlurinn er fínn. Hann hefur ekkert breyst síðan ég kom hingað síðast. Völlurinn sjálfur er ekki í toppstandi en ég bjóst við honum verri. Það lítur bara vel út. Það er ekki hægt að nota það sem afsökun. Það er frábært veður, mjög snyrtilegt og allt í fínasta lagi í kringum völlinn. Þear við stígum inn á völlinn gerum við það til að ná í þrjú stig, hvort sem völlurinn er slæmur eða góður, þurr eða blautur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner