þri 30. mars 2021 06:00
Victor Pálsson
Erfitt að yfirgefa U21 í síðasta verkefninu - „Maður í manns stað og ekkert vesen"
Mynd: Getty Images
Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Ísak Bergmann Jóhannesson og Willum Þór Willumsson munu allir taka þátt í verkefni A-landsliðsins gegn Liechtenstein í undankeppni HM.

Eins mikið áfall og það er fyrir U21 liðið þá er þetta tækifæri fyrir unga stráka að sanna sig fyrir nýjum A-landsliðsþjálfurum á stóra sviðinu.

Jón Dagur er fyrirliði U21 liðsins en hann ræddi við RÚV um þetta val og segir þetta spennandi skref fyrir alla leikmenn.

„Það er auðvitað skref sem allir í hópnum vilja taka og það verður bara mjög gaman og áhugavert," sagði Jón Dagur í samtali við RÚV.

Í kjölfarið viðurkenndi sóknarmaðurinn að það væri mjög erfitt að yfirgefa U21 hópinn enda þeirra síðasta verkefni saman.

Jón Dagur verður ekki gjaldgendur í næsta verkefni U21 landsliðsins en hann er fæddur árið 1998 og verður því 23 ára gamall í nóvember.

„Já algjörlega, og í ljósi þess að þetta sé síðasta verkefnið okkar saman þá er það mjög leiðinlegt,"

Hingað til hefur Ísland tapað 4-1 fyrir Rússum og 2-0 gegn Dönum en leikurinn við Frakka verður ekki auðveldari.

Jón Dagur hefur þó trú á sínum mönnum sem eru þjálfaðir af Davíð Snorra Jónassyni.

„Ég held að það verði bara mjög flottur leikur, það er búinn að vera stígandi í þessu hjá okkur. Maður var með mun betri tilfinningu eftir leikinn í gær [fyrradag] heldur en eftir leikinn gegn Rússunum og ég held að ef við tökum næsta skref fram á við þá verður þetta bara fínasti leikur."

„Það er bara gamla góða klisjan, það kemur bara maður í manns stað og það verður ekkert vesen."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner