Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. mars 2021 14:30
Magnús Már Einarsson
Frick bræður í liði Liechtenstein - Fimm manna vörn
Icelandair
Mario Frick í leik gegn Íslandi.  Synir hans eru í liði Liechtenstein í dag.
Mario Frick í leik gegn Íslandi. Synir hans eru í liði Liechtenstein í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Möguleiki er á að bræðurnir Noah Frick og Yanick Frick verði báðir í iði Liechtenstein í leiknum gegn Íslandi í undankeppni HM annað kvöld.

Hinn 22 ára gamli Yanick spilar með Energie Cottbus í þýsku B-deildinni á meðan hinn 19 ára gamli Noah er á mála hjá Neuchâtel Xamax í B-deildinni í Sviss. Noah er framherji en Yanick er vængmaður.

Faðir þeirra Mario Frick, er markahæsti leikmaðurinn í sögu landsliðs Liechtenstein með sextán mörk, en hann spilaði lengi í Serie A á Ítalíu.

Liechtenstein er með tæplega 40 þúsund íbúa en langflestir leikmenn liðsins spila í heimalandinu.

Markahæsti landsliðsmaðurinn í hópnum er fyrirliðinn Nicolas Hasler með fimm mörk en hann spilar með FC Thun í B-deildinni í Sviss.

Liechtenstein er í 181. sæti á heimslista FIFA en liðið tapaði 1-0 gegn Armeníu í síðustu viku og 5-0 gegn Norður-Makedóníu á sunnudag. Í báðum þessum leikjum spilaði liðið með fimm manna vörn . Liðið hefur bæði spilað 5-4-1 og 5-3-2.

Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Íslands, hætti sem þjálfari Liechtenstein í fyrra en undir hans stjórn spilaði liðið með fjögurra manna vörn.

Martin Stocklasa, fyrrum varnarmaður í liði Liechtenstein, er þjálfari í dag en hann var áður þjálfari U21 landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner