Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 30. mars 2021 08:00
Victor Pálsson
Grealish byrjaður að æfa á ný
Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, er byrjaður að æfa með félaginu á ný eftir meiðsli.

Grealish er mikilvægasti leikmaður Villa en hann hefur ekki spilað síðan þann 13. febrúar gegn Brighton.

Spilamennska Villa hefur svo sannarlega versnað síðan þá en liðið hefur unnið einn af síðustu sex leikjum sínum.

Möguleiki er á að Grealish spili um helgina þegar Villa spilar við Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Englendingurinn hefur spilað 22 deildarleiki á tímabilinu og hefur í þeim gert sex mörk.
Athugasemdir
banner