Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. mars 2021 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni HM: Stórsigrar hjá Belgíu og Hollandi
Memphis Depay skoraði tvö fyrir Holland
Memphis Depay skoraði tvö fyrir Holland
Mynd: Getty Images
Leandro Trossard fagnar með Belgum
Leandro Trossard fagnar með Belgum
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skoraði annað mark portúgalska liðsins
Cristiano Ronaldo skoraði annað mark portúgalska liðsins
Mynd: Getty Images
Belgía vann Hvíta-Rússlandi 8-0 í undankeppni heimsmeistaramótsins í kvöld en á sama tíma vann Belgía lið Gíbraltar, 7-0. Cristiano Ronaldo skoraði þá í 3-1 sigri Portúgal á Lúxemborg.

Portúgalska landsliðið þurfti svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum gegn Lúxemborg í A-riðlinum í kvöld en liðið lenti óvænt undir á 30. mínútu með marki frá Gerson Rodrigues.

Gestirnir svöruðu fyrir sig undir lok fyrri hálfleiks og var þar að verki Liverpool-maðurinn, Diogo Jota. Í upphafi síðari hálfleiks tókst Cristiano Ronaldo að koma Portúgölum yfir áður en Joao Palhinha gerði þriðja markið. Undir lok leiks fékk Maxime Chanot að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði heimamanna.

Lokatölur 3-1 fyrir Portúgal sem er í efsta sæti riðilsins með 7 stig, jafnmörg og Serbía, en Portúgalir með betri markatölu.

Belgía og Wales náðu í sigra í E-riðlinum. Belgía slátraði Hvíta-Rússlandi 8-0. Hans Vanaken og Leandro Trossard skoruðu báðir tvö mörk en þeir Jeremy Doku, Michy Batshuayi, Dennis Praet og Christian Benteke komust einnig á blað.

Wales vann þá Tékkland 1-0 í hörkuleik. Patrick Schick var rekinn af velli í liði Tékklands á 49. mínútu áður en Connor Roberts var fleygt af velli á 77. mínútu er hann fékk sitt annað gula spjald.

Fimm mínútum síðar skoraði Daniel James sigurmark Wales eftir fyrirgjöf frá Gareth Bale og 1-0 sigur Wales staðreynd. Belgía er í efsta sæti riðisins með 7 stig, Tékkar í öðru með 4 stig og Wales í þriðja með 3 stig.

Í G-riðlinum vann Holland sjö marka sigur á Gíbraltar. Memphis Depay skoraði tvö í leiknum og þá skoraði Gini Wijnaldum eitt og lagði upp tvö. Steven Berghuis, Luuk de Jong, Donyell Malen og Donny van de Beek skoruðu einnig.

Noregur vann Svartfjallaland 1-0 með marki frá Alexander Sörlöth og á sama tíma gerðu Tyrkir óvænt 3-3 jafntefli við Lettland á heimavelli. Tyrkir voru 3-1 yfir þegar rúmur hálftími var eftir en gestirnir komu til baka og náðu í stig.

Tyrkland er þrátt fyrir jafnteflið á toppi riðilsins með 7 stig en Holland í öðru sæti með 6 stig.

Í H-riðli vann þá Króatía lið Möltu, 3-0. Ivan Perisic kom Króötum yfir áður en Luka Modric bætti við öðru marki úr vítaspyrnu. Josip Brekalo gulltryggði svo sigurinn á 90. mínútu.

Rússland tapaði þá fyrir Slóvakíu, 2-1. Varnarmaðurinn öflugi, Milan Skriniar, kom Slóvökum yfir áður en Mario Fernandes, leikmaður CSKA Moskvu, jafnaði metin. Robert Mak tryggði þó Slóvökum mikilvæg þrjú stig með marki á 74. mínútu og þar við sat.

Króatar eru á toppnum ásamt Rússum með 6 stig en Slóvakar í 3. sæti með 5 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Lúxemborg 1 - 3 Portúgal
1-0 Gerson Rodrigues ('30 )
1-1 Diogo Jota ('45 )
1-2 Cristiano Ronaldo ('51 )
1-3 Joao Palhinha ('80 )
Rautt spjald: Maxime Chanot, Luxembourg ('87)

Belgía 8 - 0 Hvíta-Rússland
1-0 Michy Batshuayi ('14 )
2-0 Hans Vanaken ('17 )
3-0 Leandro Trossard ('38 )
4-0 Jeremy Doku ('42 )
5-0 Dennis Praet ('49 )
6-0 Christian Benteke ('70 )
7-0 Leandro Trossard ('76 )
8-0 Hans Vanaken ('89 )

Wales 1 - 0 Tékkland
1-0 Daniel James ('82 )
Rautt spjald: ,Patrik Schick, Czech Republic ('49)Connor Roberts, Wales ('77)

Gíbraltar 0 - 7 Holland
0-1 Steven Berghuis ('42 )
0-2 Luuk de Jong ('55 )
0-3 Memphis Depay ('61 )
0-4 Georginio Wijnaldum ('62 )
0-5 Donyell Malen ('64 )
0-6 Donny van de Beek ('85 )
0-7 Memphis Depay ('88 )

Svartfjallaland 0 - 1 Noregur
0-1 Alexander Sorloth ('35 )

Tyrkland 3 - 3 Lettland
1-0 Kenan Karaman ('2 )
2-0 Hakan Calhanoglu ('33 )
2-1 Roberts Savalnieks ('35 )
3-1 Burak Yilmaz ('52 , víti)
3-2 Roberts Uldrikis ('58 )
3-3 Davis Ikaunieks ('79 )

Króatía 3 - 0 Malta
1-0 Ivan Perisic ('62 )
2-0 Luka Modric ('76 , víti)
3-0 Josip Brekalo ('90 )

Slóvakía 2 - 1 Rússland
1-0 Milan Skriniar ('38 )
1-1 Mario Fernandes ('71 )
2-1 Robert Mak ('74 )
Athugasemdir
banner
banner