Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mið 30. apríl 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Jón Daði: Allir ættu að vera stoltir af þessu
Mynd: Burton
Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Burton Alibon, fagnar áframhaldandi veru liðsins í C-deildinni í færslu sem hann birti á X í gær.

Burton bjargaði sér frá falli með því að gera 1-1 jafntefli við Wigan í gær og er liðið nú fjórum stigum fyrir ofan fallsæti fyrir lokaumferðina, afrek sem taldist nánast ómögulegt í byrjun árs, en hafðist.

Selfyssingurinn gekk í raðir Burton snemma á árinu og lét strax til sín taka. Hann skoraði fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með Burton, en þar af unnust þrír.

Áfram hélt hann að leggja sitt af mörkum og endaði hann tímabilið með fimm mörk og eina stoðsendingu. Hann segir að allt liðið eigi skilið stórt hrós fyrir þetta magnaða afrek.

„Þetta er sérstakur hópur. Félagið var ellefu stigum frá öruggu sæti í janúar, svo að afreka þetta er einstakt. Stórt hrós á alla; þjálfarana, starfsliðið, leikmenn og síðast en ekki síst stuðningsmennina. Allir ættu að vera stoltir af þessu,“ sagði Jón Daði á X í gær.


Athugasemdir
banner