
,,Þetta er náttúrulega það sem við höfum verið að bíða eftir að finna gamla Þórshjartað og baráttuna aftur. Það kom í dag og gefur ekkert nema góð fyrirheit fyrir næstu leiki," sagði Jóhann Helgi Hannesson eftir tap Þórs gegn Stjörnunni í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Leikurinn var líflegur mestan part og fór alla leið í vitaspyrnukeppni eftir að það var þrjú þrjú eftir venjulegan leiktíma.
Jóhann Helgi skoraði tvisvar í venjulegum leiktíma og var oft nálægt því að lauma þrennunni. Sérstaklega í lok seinni hálfleik framlengingar þegar hann náði ekki til boltans í dauðafæri upp við markið. ,,Ég rétt náði að reka takkana í boltann. Tveimur mínútum áður hefði ég náð honum og skorað. Ég var gjörsamlega búinn. Þrennan kemur bara næst."
,,Við börðumst allan leikinn og fórum alla leið í vítaspyrnukeppni og þær eru bara happa glappa. En það sem skiptir mestu er að gamla Þórsbaráttan er komin aftur."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir