Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 16:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu rosalegt innkast hjá nýjum leikmanni KA
Mikkel Qvist kann svo sannarlega að kasta.
Mikkel Qvist kann svo sannarlega að kasta.
Mynd: Getty Images
KA fékk í vetur varnarmanninn Mikkel Qvist á láni frá Horsens í Danmörku.

Hinn 26 ára gamli Qvist hefur mest spilað sem vinstri bakvörður hjá Horsens en hjá KA verður hann miðvörður.

Spurningamerki hafa verið sett við Qvist á undirbúningstímabilinu, en eitt er ljóst að hann getur kastað alveg rosalega inn á völlinn. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, talaði um það í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolta.net fyrr á þessu ári.

„Við vorum að leita að örvfættum hafsent sem er með fína reynslu. Hann er á flottum aldri og sterkur í föstum leikatriðum. Hann er með ein svakalegustu innköst sem ég hef séð," sagði Sævar.

Sjá einnig:
Innkastaþjálfari Liverpool talar vel um nýjan leikmann KA

Hér að neðan má sjá Qvist kasta inn í æfingaleik KA og Fylkis sem núna stendur yfir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner