Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   sun 30. maí 2021 13:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Viðars: Leikmenn sýndu að þeir eigi skilið að vera í þessum hóp
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður og Arnar voru ánægðir með nýliðana í nótt
Eiður og Arnar voru ánægðir með nýliðana í nótt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var til viðtals eftir 2-1 tap landsliðsins gegn Mexíkó í nótt.

Lestu nánar um leikinn

Hver eru fyrstu viðbrögð Arnars eftir leikinn?

„Við erum rosalega stoltir af strákunum, við vorum að spila við lið í kvöld sem er í 11.sæti á heimslistanum. Þeir eru mjög teknískir og fljótir, varnarlega séð vorum við rosalega öflugir í leiknum, við fengum ekki mörg færi á okkur.

„Fyrstu viðbrögð eru að það situr eftir svekkelsi að hafa ekki náð að hanga á jafnteflinu eða jafnvel að ná að pota inn öðru markinu þegar við vorum 1-0 yfir og Andri Fannar komst einn í gegn en er mjög stoltur af strákunum og frábært að sjá að ungir leikmenn höfðu verið að koma inn í liðið og fengið stuðninginn frá þeim eldri."

Hver er skoðun Arnars á frammistöðu þeirra leikmanna sem voru að stíga sín fyrstu skref með A-landsliðinu?

„Bara í alla staði mjög góð. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því á móti hverjum við vorum að spila. Að halda Mexíkóum í skefjum er sterk frammistaða.

„Allir nýliðarnir sem byrjuðu inná, ég var mjög ánægður með þeirra framlag í dag. Þeir voru mjög sterkir og þorðu að spila boltanum og halda boltanum, eins og við tölum oft um, þeir þorðu að gera mistök, það er það sem við viljum sjá, við viljum sjá þá stráka sem koma inn hjá okkur taki sína sénsa og sýni að þeir eigi rétt á sæti í hópnum, allir þeir sem byrjuðu inná og komu inná var ég mjög ánægður með."

Það var mögnuð stemning á vellinum 40 þúsund áhorfendur, hvernig fannst þér leikmennirnir höndla það?

„Mjög vel, það er erfitt að lýsa því hvernig það er að labba inn á þennan leikvang, þetta er mögnuð bygging, ekki bara leikmenn, heldur allt staffið, þegar við löbbum hérna inn menn fá smá fiðring í tærnar. Það myndast ótrúleg steming, sérstaklega þar sem þakið er lokað þannig að hávaðinn hangir yfir manni. "

„Mjög skemmtileg reynsla fyrir ungu strákana og þá eldri og reyndari að taka þátt í svona leik og aftur að fá áhorfendur á leiki, þetta er kannski í fyrsta skiptið í marga mánuði sem margir okkar leikmenn eru að spila fyrir framan áhorfendur."

Hvað lærðum við á þessu sem við getum tekið með okkur inn í leikina gegn Færeyjum og Póllandi?

„Við lærðum það að varnarskipulagið okkar var að virka mjög vel. Það var mjög góð hreyfing á liðinu varnarlega, náðum að loka vel á þau svæði sem við vorum búnir að leggja fyrir að gætu verið mjög hættuleg hjá Mexíkönunum. Það er ekki auðgefið að halda boltanum á móti þessu mexikanska liði, þetta er kannski eitt það besta landslið í heiminum að setja pressu á boltann þegar þeir tapa honum. Það mikilvægasta í þessu fyrir mér er að það voru nokkrir leikmenn sem settu 'statement' í dag og sýndu mér og Eiði Smára að þeir eigi skilið að vera í þessum hópi."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér:


Athugasemdir
banner
banner
banner