Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
   mán 30. maí 2022 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Willum: Mjög gaman að vera kominn aftur
Willum Þór Willumsson
Willum Þór Willumsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson, leikmaður BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi, er mættur aftur í íslenska A-landsliðshópinn eftir rúmlega eins árs fjarveru en hann ræddi aðeins við Fótbolta.net í undirbúningi fyrir leikina í Þjóðadeildinni í Danmörku í dag.

Willum, sem er 23 ára, á einn A-landsleik að baki en það var í markalausu jafntefli gegn Eistlandi í janúar fyrir þremur árum.

Hann var lykilmaður í U21 árs landsliðinu og var því ekki mikið í hóp með A-landsliðinu en var kallaður inn í hópinn bæði í nóvember 2020 og líka í marsverkefninu á síðasta ári.

Nú er hann mættur aftur en hann gat ekki æft í dag vegna meiðsla í hásin. Hann vonast til að geta æft á morgun eða síðar í vikunni.

„Ég er búinn að vera eitthvað tæpur í hásininni og ég finn neðst til í henni, þannig ég og teymið töldum best að ég myndi hvíla í dag."

„Ég vona það. Ég sé hvernig ég verð á morgun og kannski næ ég að æfa á morgun, ef ekki þá kannski bara seinna í vikunni,"
sagði Willum við Fótbolta.net.

Willum segir það ánægjulegt að vera kominn aftur í hópinn en liðið á fjóra leiki í júní. Tveir leikir gegn Ísrael, einn leikur við Albaníu og svo vináttuleikur við San Marínó.

„Það er mjög gaman að vera kominn aftur og ég var náttúrlega síðast alltaf í U21 árs verkefnunum og svo var ég búinn að vera mikið meiddur þannig það er mjög gaman að vera kominn aftur," sagði Willum ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner