
Á næstu dögum hefst almenn miðasala á þá leiki sem íslenska landsliðið leikur í undankeppni EM í júní. Báðir leikirnir verða spilaðir á Laugardalsvelli.
Þann 17. júní er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli. Miðasala hefst föstudaginn 2. júní kl. 12:00.
Þann 20. júní er leikið gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal. Miðasala hefst þriðjudaginn 6. júní kl. 12:00.
Þann 17. júní er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli. Miðasala hefst föstudaginn 2. júní kl. 12:00.
Þann 20. júní er leikið gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal. Miðasala hefst þriðjudaginn 6. júní kl. 12:00.
Miðarnir verða seldir í gegnum miðasölukerfi tix.is.
Þetta verða fyrstu leikir Íslands undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Age Hareide.
Athugasemdir