Eins og fram kom fyrr í mánuðinum mun Man Utd ekki kaupa Wout Weghrost frá Burnley.
Hann var á láni hjá félaginu á tímabilinu ásamt Marcel Sabitzer en hann mun einnig yfirgefa félagið og snúa aftur til Bayern Munchen.
Þetta kemur fram á Daily Mail en Erik ten Hag stjóri félagsins er sagður hafa verið hrifinn af leikmönnunum en félagið hafi ákveðið að einbeita sér að því að næla í aðra leikmenn.
Það lítur því út fyrir að Sabitzer sé búinn að spila sinn síðasta leik en hann meiddist á hné og verður ekki með í úrslitaleik enska bikarsins gegn Manchester City.
Sabitzer lék 18 leiki og skoraði þrjú mörk í búningi Manchester United. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Bayern.
Athugasemdir