Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. júní 2020 17:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Kjartan Henry kom Vejle yfir í leik sem tapaðist
Kjartan Henry (til hægri) skoraði í dag.
Kjartan Henry (til hægri) skoraði í dag.
Mynd: Getty Images
Köge 2 - 1 Vejle

Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Vejle sem sótti HB Köge heim í dönsku fyrstu deildinni í dag.

Með leiknum í dag voru sex umferðir eftir af deildinni og fyrir leiki dagsins hafði Vejle átta stig forskot á Viborg á toppi deildarinnar. Efsta lið deildarinnar fer beint upp í Superliga.

Kjartan Henry skoraði fyrsta mark leiksins á 62. mínútu þegar hann skallaði inn fyrirgjöf frá vinstri. Heimamenn jöfnuðu metin fimm mínútum síðar og rúmum tíu mínútum fyrir leikslok voru þeir búnir að snúa taflinu við og leiddu leikinn.

Mörkin urðu ekki fleiri og heimamenn sigruðu því leikinn. Viborg er að spila um þessar mundir og liðið leiðir 2-1 í hálfleik. Ef leikar enda þannig er Vejle með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner