Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   fim 30. júní 2022 22:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Binni Gests: Einhver þvæla að fara í gegnum hausinn á mönnum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Mjög vont, við gátum ekki rassgat." sagði Brynjar Gestson þjálfari Þróttar Vogum eftir 5-0 tap liðsins gegn Þór á Akureyri í Lengjudeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór 5 -  0 Þróttur V.

„Við vorum rosalega þungir. Ég veit ekki hvað menn héldu, þeir koma hérna á Akureyri og það fyrsta sem þú gerir er að bomba þá niður og láta þá finna aðeins fyrir því, fá gul spjöld reyndar, það er bara það sem þarf til að byrja með."

Brynjar var virkilega ósáttur með hugarfar leikmanna í kvöld.

„Mér fannst við algjörlega fara út úr karakter, ég hef enga skýringu á því hvað er að fara í gegnum hausinn á mönnum, það er allavega einhver þvæla sem fór þar í gegn," sagði Brynjar.

„Við horfðum á þetta sem tækifæri til að komast við hliðina á þeim. Við vorum þungir, að einhverju leiti tel ég það vera því við spiluðum á mánudagskvöld og mér fannst það sitja aðeins í mönnum en það er svosem engin afsökun fyrir einu né neinu, við vorum bara lélegir."

Völlurinn var rennandi blautur og menn áttu oft á tíðum erfitt með að fóta sig.

„Menn voru þarna nokkrir eins og beljur á svelli en menn eiga að hafa vit á því að skóbúnaðurinn eigi að vera í lagi, þú veist aldrei hvað gerist, þú stjórnar ekki veðrinu frekar en dómurum og fleiru. Þú getur stýrt því hvað þú gerir, við réðum engan vegin við blautan völl, við vorum bara hörmulegir."

„Ég tek þetta á mig, ég var greinilega ekki nógu skýr í minni taktík því menn voru ekki að gera það sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum, ég hélt að það væri kýrskýrt hvað við ætluðum að gera. Það voru nokkrir leikmenn sem ákváðu að fara útúr því og okkur var refsað fyrir það. Þetta er bara fótbolti og það kemur næsti leikur, þessi kemur ekki aftur sem betur fer."


Byrjunarlið Þór :
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
7. Orri Sigurjónsson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
8. Nikola Kristinn Stojanovic
10. Aron Ingi Magnússon
10. Ion Perelló
11. Harley Willard
15. Kristófer Kristjánsson
18. Elvar Baldvinsson
23. Alexander Már Þorláksson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Byrjunarlið Þróttur V. :
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Arnór Gauti Úlfarsson
4. James William Dale
11. Shkelzen Veseli
16. Unnar Ari Hansson (f)
19. Rubén Lozano Ibancos
19. Jón Kristinn Ingason
22. Haukur Leifur Eiríksson
26. Michael Kedman
27. Dagur Guðjónsson
44. Andy Pew
Athugasemdir
banner
banner
banner