Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fim 30. júní 2022 22:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Binni Gests: Einhver þvæla að fara í gegnum hausinn á mönnum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Mjög vont, við gátum ekki rassgat." sagði Brynjar Gestson þjálfari Þróttar Vogum eftir 5-0 tap liðsins gegn Þór á Akureyri í Lengjudeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór 5 -  0 Þróttur V.

„Við vorum rosalega þungir. Ég veit ekki hvað menn héldu, þeir koma hérna á Akureyri og það fyrsta sem þú gerir er að bomba þá niður og láta þá finna aðeins fyrir því, fá gul spjöld reyndar, það er bara það sem þarf til að byrja með."

Brynjar var virkilega ósáttur með hugarfar leikmanna í kvöld.

„Mér fannst við algjörlega fara út úr karakter, ég hef enga skýringu á því hvað er að fara í gegnum hausinn á mönnum, það er allavega einhver þvæla sem fór þar í gegn," sagði Brynjar.

„Við horfðum á þetta sem tækifæri til að komast við hliðina á þeim. Við vorum þungir, að einhverju leiti tel ég það vera því við spiluðum á mánudagskvöld og mér fannst það sitja aðeins í mönnum en það er svosem engin afsökun fyrir einu né neinu, við vorum bara lélegir."

Völlurinn var rennandi blautur og menn áttu oft á tíðum erfitt með að fóta sig.

„Menn voru þarna nokkrir eins og beljur á svelli en menn eiga að hafa vit á því að skóbúnaðurinn eigi að vera í lagi, þú veist aldrei hvað gerist, þú stjórnar ekki veðrinu frekar en dómurum og fleiru. Þú getur stýrt því hvað þú gerir, við réðum engan vegin við blautan völl, við vorum bara hörmulegir."

„Ég tek þetta á mig, ég var greinilega ekki nógu skýr í minni taktík því menn voru ekki að gera það sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum, ég hélt að það væri kýrskýrt hvað við ætluðum að gera. Það voru nokkrir leikmenn sem ákváðu að fara útúr því og okkur var refsað fyrir það. Þetta er bara fótbolti og það kemur næsti leikur, þessi kemur ekki aftur sem betur fer."


Byrjunarlið Þór :
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
7. Orri Sigurjónsson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
8. Nikola Kristinn Stojanovic
10. Aron Ingi Magnússon
10. Ion Perelló
11. Harley Willard
15. Kristófer Kristjánsson
18. Elvar Baldvinsson
23. Alexander Már Þorláksson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Byrjunarlið Þróttur V. :
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Arnór Gauti Úlfarsson
4. James William Dale
11. Shkelzen Veseli
16. Unnar Ari Hansson (f)
19. Rubén Lozano Ibancos
19. Jón Kristinn Ingason
22. Haukur Leifur Eiríksson
26. Michael Kedman
27. Dagur Guðjónsson
44. Andy Pew
Athugasemdir
banner