Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júní 2022 17:41
Ívan Guðjón Baldursson
Inter kaupir Asllani af Empoli (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Inter er búið að festa kaup á albanska miðjumanninum Kristjan Asllani sem er fenginn til að veita Marcelo Brozovic samkeppni á miðjunni.


Asllani vakti mikla athygli á sínu fyrsta tímabili í Serie A með nýliðum Empoli.

Þessi tvítugi miðjumaður sýndi mikil gæði og vakti hrifningu Inter sem er núna búið að festa kaup á honum.

Inter borgar 4 milljónir evra til að fá Asllani lánaðan með því skilyrði að hann verði keyptur eftir tímabilið fyrir 10 milljónir evra auk árangurstengdra aukagreiðslna.

Asllani er annar leikmaðurinn sem gengur í raðir Inter í sumar eftir að félagið tryggði sér Romelu Lukaku á lánssamningi.

Tæknilega séð keypti Inter einnig Joaquin Correa í sumar en hann kom frá Lazio í fyrra á lánssamningi með kaupskyldu, rétt eins og hjá Asllani núna.

Asllani spilaði aðeins 23 leiki með Empoli á síðustu leiktíð enda ungur að aldri. Hann á fjóra A-landsleiki að baki fyrir Albaníu.


Athugasemdir
banner
banner