banner
   fim 30. júní 2022 20:28
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Lúkas Logi afgreiddi HK
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Empoli

Fjölnir 3 - 1 HK
1-0 Bruno Gabriel Soares ('15, sjálfsmark)
2-0 Lúkas Logi Heimisson ('31)
3-0 Lúkas Logi Heimisson ('45)
3-1 Örvar Eggertsson ('82)


Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 HK

Fjölnir tók á móti HK í Lengjudeildinni í kvöld og gátu gestirnir úr Kópavogi tekið yfir toppsætið með sigri.

Heimamenn í Grafarvogi mættu þó grimmir til leiks og tóku forystuna á 15. mínútu þegar Bruno Gabriel Soares varð fyrir því óláni að skalla aukaspyrnu frá Lúkasi Loga Heimissyni í eigið net.

Lúkas Logi átti eftir að reynast HK-ingum ansi erfiður og tvöfaldaði hann forystuna stundarfjórðungi síðar eftir góða fyrirgjöf frá Guðmundi Karli Guðmundssyni.

HK komst nálægt því að minnka muninn en tókst ekki og leið annar stundarfjórðungur að næsta marki. Aftur var Lúkas Logi á ferðinni, í þetta sinn eftir hornspyrnu, og staðan 3-0 í hálfleik.

HK-ingar komust nokkrum sinnum nálægt því að minnka muninn í síðari hálfleik og loks tókst Örvari Eggertssyni að skora á 82. mínútu en brekkan var alltof brött fyrir Kópavogsstrákana.

Lokatölur urðu 3-1 og mikilvæg stig í höfn fyrir Fjölni. Fjölnir er í fjórða sæti með 14 stig eftir 9 umferðir, einu stigi eftir HK sem á þó leik til góða.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner