banner
   fim 30. júní 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maldini vill fá meiri völd hjá Milan
Mynd: Getty Images
Paolo Maldini er goðsögn hjá AC Milan, vann marga titla sem leikmaður félagsins, og er í dag tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu. Óvíst er þó hvort að hann verði það mikið lengur því samningur hans við félagið er að renna út.

Maldini er með samningstilboð á borðinu en samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu vill hann fá meiri völd en áður þegar kemur að leikmannamálum. Vogunarsjóðurinn Elliott stýrir hlutunum hjá Milan fram í september þangað til nýir eigendur taka við.

Maldini vildi fá Sven Botman til félagsins frá Lille en Elliott ákvað að jafna ekki tilboðið sem Newcastle fékk samþykkt frá Lille og Botman samdi í kjölfarið við Newcastle.

Það eru líkur á því að sama gerist með Renato Sanches sem var á leið til AC Milan áður en PSG sýndi áhuga. Nú er líklegast að Sanches endi hjá PSG.

Maldini vill eins og fyrr segir fá meiri völd hjá Milan og snýst nýr samningur ekki um hærri laun.
Athugasemdir
banner
banner
banner