Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 30. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Oli Burke fer aftur til Þýskalands (Staðfest)
Oli Burke
Oli Burke
Mynd: Getty Images
Enski sóknarmaðurinn Oli Burke er genginn í raðir Werder Bremen frá Sheffield United en þetta kemur fram í tilkynningu beggja liða.

Burke er 25 ára gamall og getur spilað bæði sem fremsti maður og sem hægri vængmaður.

Hann er uppalinn hjá Nottingham Forest en það hefur alltaf heillað hann að leita út fyrir landsteinanna.

Burke hefur spilað fyrir RB Leipzig, Celtic og Deportivo Alavés á ferlinum en síðustu tvö ár hefur hann verið samningsbundinn Sheffield United.

Hann var á láni hjá Millwall á síðustu leiktíð en mun nú reyna aftur fyrir sér í Þýskalandi. Hann kemur á frjálsri sölu frá Sheffield þrátt fyrir að hafa átt eitt ár eftir af samningi.

Bremen vann sér sæti í efstu deild með því að hafna í 2. sæti B-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner