Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 30. júlí 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Bordeaux fær að spila í B-deildinni
Mynd: EPA

Franska félagið FC Girondins de Bordeaux féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og ákvað franska knattspyrnusambandið að fella það niður um eina deild til viðbótar vegna bágs fjárhagsástands og brota á fjármálareglum.


Öllum áfrýjunum Bordeaux var hafnað þar til á dögunum þegar framkvæmdastjórn franska knattspyrnusambandsins kaus að leyfa félaginu að spila í B-deildinni í ljósi bætts fjárhags.

Ákvörðunin var tekin fyrir þremur dögum og byrjar Bordeaux deildartímabilið með leik gegn Valenciennes í dag. Franska knattspyrnusambandið mun fylgjast náið með efnahag félagsins á komandi leiktíð.

Talið er afar líklegt að þetta sögufræga félag hefði farið á hausinn í C-deild franska boltans og gæti þessi ákvörðun knattspyrnusambandsins hafa bjargað Bordeaux frá gjaldþroti.

Bordeaux er búið að selja Sekou Mara til Southampton fyrir 13 milljónir evra í sumar og kaupa Alberth Elis fyrir 6 milljónir. Þá voru Marcelo og Jimmy Briand að renna út á samningi.

Sjá einnig:
Bordeaux í djúpum skít


Athugasemdir
banner